Spjall:Rómaveldi
![]() |
Færð grein
[breyta frumkóða]Ég færði greinina rétt í þessu og endurbirti hér ástæðu þess:
Í eignarfalli er „róm“ skrifað „rómar“. Þess vegna er eðlilegra að titillinn á greininni sé „rómarveldi“ en ekki „rómaveldi“, annars hljómaði þetta eins og um væri að ræða fleiri en eina borg. Introgressive 22:52, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Fornfræðingur svæðisins, hann Cessator, er ósammála og ég held við verðum að treysta honum. --Sterio 23:01, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Þetta kom upp í Pottinum um daginn, það virðist kannski ekki rökrétt en Rómaveldi er víst réttur ritháttur. Vertu annars velkominn á Wikipedíu :) --Bjarki 23:06, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Liggur í augum uppi að Rómaveldi er rétt. Þarf ekki annað en kíkja t.d. á efnisorðalykil landskerfis íslenskra bókasafna eða orðabanka íslenskrar málstöðvar, sem dæmi, til að sjá hver rétt mynd orðsins er. --Akigka 23:06, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Introgressive er væntanlega sá sami sem bar upp efnið í Pottinum um daginn, eða hvað? --Jóna Þórunn 23:08, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Notandinn var nú bara búinn til fyrir hálftíma þannig að ekki held ég þaðþ. En hey, hversu sérstakt er það að fá strax komment frá fjórum mismunandi notendum á fyrstu breytinguna sem maður gerir á Wikipedia? Hlýtur að vera einhverskonar met. --Bjarki 23:15, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Átti við hvort 194.144.188.197 og Introgressive væri sá sami. --Jóna Þórunn 23:21, 27 ágúst 2006 (UTC)
- Já, þetta er rétt sem fram hefur komið, Rómaveldi er rétt. Annars má geta þess að það eru ekki allar samsetningar orða í íslensku eignarfallssamsetningar. --Cessator 13:57, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Jæja, fínt er. Það virðist sem hefð hafi skapast á að nota þennan rithátt, hversu órökrétt sem það hljómar. Erfitt hlýtur samt að vera að segja hvað er rétt og rangt í þessum efnum en ef ekki er um eignarfallssamsetningu að ræða hlýtur a-ið að vera til óþurftar.
- Annars hef ég ekki borið þessa spurningu upp áður. Introgressive 17:27, 28 ágúst 2006 (UTC)
- A-ið gæti verið bandstafur, sbr. ruslafata (en ekki ruslsfata eða ruslfata). --Cessator 17:32, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Það hlýtur að vera. Introgressive 17:40, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Samanber „ráðunautur“ sem hét „ráðanautur“ þegar starfsheitið var búið til um 1900. --Jóna Þórunn 20:00, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Er rangt að skrifa Rómarveldi eða má einnig sýna það heiti í greininni? Thvj 26. desember 2007 kl. 16:16 (UTC)
- Ég skal ekki útiloka að einhvers staðar standi skrifað Rómarveldi, en a.m.k. langflestir skrifa Rómaveldi. Þýðingarnar á ritum Wills Durant heita t.a.m. Rómaveldi I og II og þannig er orðið ritað í Orðabók háskólans (sem vísar í WD sem heimild). Orðabókin hefur ekki ritháttinn Rómarveldi (en hefur orðið Rómarvald sem virðist einnig komið frá WD). Vísindavefurinn skrifar Rómaveldi í svörum nokkurra höfunda en aldrei Rómarveldi í umfjöllun um fornöldina (rithátturinn kemur einungis tvisvar fyrir á Vísindavefnum, í svörum eftir Jón Má Halldórsson um íslenska hænu og fiskeldi; ef til vill bara yfirsjón?). Í inngangi Jónasar Knútssonar að þýðingu sinni á ritinu Agricola eftir Tacitus, sem Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út árið 1998 er ritað Rómaveldi og það sama er uppi á teningnum í inngangi Guðmundar J. Guðmundssonar að ritinu Germanía eftir Tacitus sem bókmenntafélagið gaf út árið 2001 (þýð. Páls Sveinssonar er reyndar eldri). Mér þykir býsna líklegt að orðið sé ritað eins í innganginum að bókunum Um ellina og Um vináttuna eftir Marcus Tullius Cicero og Draugasögu eftir Plautus sem öll hafa komið út hjá Bókmenntafélaginu og eins öðrum fornum ritum sem bókmenntafélagið hefur gefið út ef á Rómaveldi er yfirleitt minnst í þeim ritum (m.a. eftir Platon, Aristóteles og Þeófrastos). Ég hef þessi rit ekki hjá mér eins og er og get því ekki flett upp í þeim eins og stendur. Ásgeir Hjartarson ritar einnig Rómaveldi í riti sínu Mannkynssaga. Fornöldin. --Cessator 26. desember 2007 kl. 16:37 (UTC)
- Er rangt að skrifa Rómarveldi eða má einnig sýna það heiti í greininni? Thvj 26. desember 2007 kl. 16:16 (UTC)
- A-ið gæti verið bandstafur, sbr. ruslafata (en ekki ruslsfata eða ruslfata). --Cessator 17:32, 28 ágúst 2006 (UTC)
Er ekki rétt að tala um Rómaveldi sem siðmenningu? --Jabbi 30. september 2008 kl. 15:07 (UTC)
- Ég skil ekki. Er einhvers staðar ýjað að öðru? Siðmenning er samt óljósara hugtak en ríki. Og Rómaveldi var vissulega ríki. --Cessator 30. september 2008 kl. 20:46 (UTC)
- Þar sem hið nútímalega hugtak (þjóð)ríki, sem varð til með Vestfalíusamningnum 1648 en varð ekki útbreitt hugtak fyrr en nokkru seinna, er ekki það sem átt er við og til hafa verið borgríki, eins og þú veist mæta vel, frá tímum Forn-Grikkja er kannski nokkuð óljóst hvað nákvæmlega er átt við með ríki, ég er sammála þér að því leytinu til. Þá er átt við eitthvað annað en siðmenningu og er það vel. Aftur á móti kemur orðið siðmenning ekki einu sinni fyrir í greininni og var Rómverska heimsveldið ekki siðmenning alveg á sama hátt og Astekarnir og Mayarnir?. --Jabbi 1. október 2008 kl. 00:58 (UTC)
- Vissulega komu þjóðríkin til seinna. En það breytir því ekki að til hafa verið ríki áður en þau komu til sögunnar (og ekki bara borgríki). Til dæmis voru til sambandsríki í ríkjasamböndum. Mér finnst svolítið eins og orðið „siðmenning“ sé notað um menningarsamfélög sem eru einmitt ekki eitt ríki eða þá ekki ríki nema í miklu lausari skilningi; svona eins og til að gefa til kynna menningarsvæði eða menningarheild sem er ekki endilega skýrt skilgreind stjórnmálaheild. Rómaveldi var hins vegar vel skilgreint ríki sem náði reyndar utan um fleiri en eina siðmenningu eða fleiri en eitt menningarsamfélag. Það er til dæmis óeðlilegt að segja að gyðingar í Júdeu til forna hafi verið hluti af rómversku siðmenningunni. Eða er það ekki? Það þarfnast a.m.k. skýringa. Annars segir í greininni að Rómaveldi hafi verið ríki og menningarsamfélag. Er mikill munur á menningarsamfélagi og siðmenningu annar en blæbrigðamunur? --Cessator 1. október 2008 kl. 02:07 (UTC)
- Þar sem hið nútímalega hugtak (þjóð)ríki, sem varð til með Vestfalíusamningnum 1648 en varð ekki útbreitt hugtak fyrr en nokkru seinna, er ekki það sem átt er við og til hafa verið borgríki, eins og þú veist mæta vel, frá tímum Forn-Grikkja er kannski nokkuð óljóst hvað nákvæmlega er átt við með ríki, ég er sammála þér að því leytinu til. Þá er átt við eitthvað annað en siðmenningu og er það vel. Aftur á móti kemur orðið siðmenning ekki einu sinni fyrir í greininni og var Rómverska heimsveldið ekki siðmenning alveg á sama hátt og Astekarnir og Mayarnir?. --Jabbi 1. október 2008 kl. 00:58 (UTC)
Gibbon
[breyta frumkóða]Bækur Gibbons um en:The History of the Decline and Fall of the Roman Empire eru með frægustu sögubókum fyrr og síðar held ég, en á þær er ekki minnst. ?--Jabbi 30. september 2008 kl. 15:32 (UTC)
- Já, það má tvímælalaust setja þær í ábendingar um frekara lesefni. Og fjalla um skoðanir Gibbons í kafla um fall Rómaveldis. --Cessator 30. september 2008 kl. 20:46 (UTC)
„Segja má“
[breyta frumkóða]Ég er ekki alveg yfir mig hrifinn af þessum „segja má“ hluta í byrjun. Það hljóma nokkuð óformlega og eins, sérstaklega í ljósi þess að Rómaveldi er nú á forsíðu Wikipedu. Ég myndi breyta því sjálfur en veit ekki nóg um efnið. --Baldur Blöndal 9. október 2008 kl. 17:50 (UTC)
- Sammála Baldri, þetta orðalag er ekki nógu gott! Thvj 9. október 2008 kl. 22:06 (UTC)