Miðjarðarhafið

Miðjarðarhafið er innhaf sem tengist Atlantshafinu um Gíbraltarsund. Hafið liggur að þremur heimsálfum; Evrópu í norðri, Asíu í austri og Afríku í suðri. Hafið er 2.5 milljón ferkílómetra að flatarmáli.
Nafnsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið Miðjarðarhaf kemur úr latínu mediterraneus (medius, miðja + terra, jörð). Rómverjar kölluðu það Mare Nostrum („okkar haf“).
Grikkir og Gyðingar til forna nefndu Miðjarðarhafið bara Hafið, þar sem það var eina heimshafið sem þeir þekktu á þeim tíma.
Saxar og Englar kölluðu það Wendelsæ („haf vandala“).
Landafræði
[breyta | breyta frumkóða]Miðjarðarhafið tengist Atlantshafi um Gíbraltarsund í vestri og Marmarahafi og Svartahafi um Bosporussund og Dardanellasund í austri. Súesskurðurinn, sem liggur gegnum Súeseiðið í Egyptalandi, tengir Miðjarðarhaf við Rauðahaf.
Í hafinu er gríðarlegur fjöldi eyja. Meðal þeirra stærstu eru:
- Íbísa, Majorka og Menorka (Baleareyjar) í vestri
- Sardinía, Korsíka, Sikiley og Malta í miðjunni
- Kýpur, Krít, Evboea og Rótey í austri
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
