Barkskip
Útlit

Barkskip eða barkur er stórt seglskip, yfirleitt með þrjú möstur: messansiglu (afturmastur), stórsiglu og framsiglu, auk þess að vera með bugspjót og fokkur. Tvær fremri siglurnar eru með rásegl en messansiglan er með gaffalsegl (messansegl).
Fræg barkskip
[breyta | breyta frumkóða]- HMS Endeavor, flaggskip James Cook.
- Pourquoi-Pas ?, franskt rannsóknarskip Jean-Baptiste Charcot sem fórst við Ísland 1936.
- STS Sedov, stærsta seglskip í heimi.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Barkskip.