Asovshaf
Útlit
(Endurbeint frá Asóvshaf)

Asovshaf er innhaf úr Svartahafi, milli Krímskaga og meginlands Úkraínu í norðri og Rússlands í austri. Það tengist Svartahafi um 4 km mjótt sund, Kertssund. Helstu ár sem renna í Asovshaf eru Don og Kúbanfljót. Asovshaf er grynnsta haf heims, milli 0,9 og 14 metrar á dýpt. Í hafinu er mikið um grænþörunga og auðug fiskimið.