Ansgar
Útlit

Ansgar (8. september 801 – 3. febrúar 865) var munkur, trúboði og erkibiskup í Hamborg-Brimum, sem þá var einnig biskupsstóll Norðurlanda. Ansgar, sem nefndur hefur verið postuli Norðurlanda, var einn af þeim fyrstu, ásamt Englendingnum Willibrord, sem hóf kristniboð í Danmörku. Hann hafði einnig töluverða þýðingu fyrir útbreiðslu kristni í Svíþjóð.