Fara í innihald

Piccadilly Circus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Neonljósaskilti á Piccadilly Circus

Piccadilly Circus er fræg gatnamót og torg í West End í Westminsterborg í London. Gatnamótin voru lögð árið 1819 til þess að tengja Regent Street við stóru verslunargötuna Piccadilly. Orðið circus, sem er úr latínu og þýðir hringur, táknar hér hringlaga torg á gatnamótum.

Í dag tengist Piccadilly Circus við Shaftesbury Avenue, The Haymarket, Coventry Street (og síðan Leicester Square) og Glasshouse Street. Gatnamótin eru nærri helstu verslunar- og skemmtistöðum í miðju West End-hverfinu. Á Piccadilly Circus mætast mikilvægar samgönguæðar og það hefur orðið að ferðamanna- og samkomustað þar sem alltaf er margt um manninn. Það er alltaf mikil umferð um götur sem liggja að Piccadilly Circus og gangandi vegfarendur eru fjölmargir.

Piccadilly Circus er þekkt fyrir stór neonljósaskilti á húsinu norðan við gatnamótin, Shaftesbury-minnisgosbrunninn og styttu af bogamanni sem flestir þekkja sem Eros (raunverulega Anteros). Gatnamótin eru umkringd nokkrum byggingum. Þær merkustu eru London Pavilion og Criterion Theatre. Piccadilly Circus-neðanjarðarlestarstöðin er beint undir gatnamótunum.