Fara í innihald

Keyta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Keyta er staðið hland úr húsdýrum sem notað var til þvotta og þrifa á Íslandi fyrir tilkomu sápu.

Keytan var geymd í stórum trétunnum úti í fjósi þar sem hún beið notkunar.

Meðan nóg er af þvagefni í keytu myndast ammóníak í sífellu og leysist upp í vatninu. Vatnslausnin er basísk og leysir því upp sýrur, þar á meðal óhreinindi. Þvottavirkni keytunnar er að hluta til svipuð og virkni venjulegrar sápu. Áður fyrr var keytu blandað saman við vatn þegar ull var þvegin eftir rúningar á vorin.

Einnig notuðu íslenskar konur á sínum tíma keytuna til að þvo á sér hárið, sagt var að keytan gæfi hárinu gljáa og þær fengju hreinna og fallegra hár.

Íslensk kýr
Íslensk kýr

Lengi hefur verið vitað að keyta og annað spendýraþvag virkar vel sem áburður og hefur verið borið beint á tún eða blandað saman við kúamykju. Ástæða fyrir þessu er rakin til þvagefnisins sem klofnar með tímanum í ammóníak og fleiri efni.[1]

Það eru u.þ.b. hundrað þúsund tonn af þvagefni framleidd í efnaverksmiðjum í heiminum og helmingur af því er notaður í tilbúinn áburð. Sumt af þvagefninu er notað í fóður fyrir kýr þar sem þær geta unnið mikinn hluta af köfunarefni úr þvagi. Köfunarefni er nauðsynlegt fyrir gras og plöntur til vaxtar og fá þær þessi efni úr ammóníakinu. Einnig er mikið af þvagefni notað til plastframleiðslu.

Þvagefni, úrefni og karbamíð eru efnasambönd köfunarefnis vetnis, súrefnis og kolefnis. Þvagefni var fyrsta lífræna efnið sem unnið var úr ólífrænu efni.

Þvagefni er notað í allskonar varning, má nefna sígarettur, áburð og í tannhvítunarefni.

Tilvísanir

  1. „Hvað er keyta?“. Vísindavefurinn.