Hraun (Skagafirði)
Útlit
Hraun er nyrsti bær á Skaga í Skagafirði. Bærinn liggur að sýslumörkum við Austur Húnavatnssýslu og stendur við svokallaða Hraunsvík. Upp af honum, í Skagaheiði, er Hraunsvatn og önnur vötn, öll góð veiðivötn. Landið er grýtt og hrjóstrugt og ræktarland fremur lítið en jörðinni fylgja ágæt hlunnindi, bæði veiði, reki og æðarvarp[1]. Hraun hlaut landbúnaðarverðlaunin árið 2010 fyrir nýtingu hlunninda og ágætan búskap[2].
Á Hrauni hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1942. Þar er einnig viti, Skagatáarviti. Næsti bær við Hraun, Skagafjarðarmegin, hét Þangskáli og fór í eyði árið 1978.
Í júní 2008 kom hvítabjörn sem nefndur hefur verið hraunsbirnan á land á Hrauni og settist að í æðarvarpinu en var felldur þar[3].
Tengt efni
Heimildir
- ↑ „The eiderdown process“. Hraun á Skaga (bandarísk enska). Sótt 30. júní 2023.
- ↑ „Hraun á Skaga og Grænhóll í Ölfusi hljóta landbúnaðarverðlaun“. Búnaðarsamband Suðurlands. Sótt 30. júní 2023.
- ↑ Þorsteinn Sæmundsson; Hjalti Guðmundsson; Þórdís V. Bragadóttir; Helgi Páll Jónsson (2009). „Hvítabirnir í Skagafirði árið 2008“ (PDF).