Fara í innihald

Hraun (Skagafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Hraun er nyrsti bær á Skaga í Skagafirði. Bærinn liggur að sýslumörkum við Austur Húnavatnssýslu og stendur við svokallaða Hraunsvík. Upp af honum, í Skagaheiði, er Hraunsvatn og önnur vötn, öll góð veiðivötn. Landið er grýtt og hrjóstrugt og ræktarland fremur lítið en jörðinni fylgja ágæt hlunnindi, bæði veiði, reki og æðarvarp[1]. Hraun hlaut landbúnaðarverðlaunin árið 2010 fyrir nýtingu hlunninda og ágætan búskap[2].

Á Hrauni hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1942. Þar er einnig viti, Skagatáarviti. Næsti bær við Hraun, Skagafjarðarmegin, hét Þangskáli og fór í eyði árið 1978.

Í júní 2008 kom hvítabjörn sem nefndur hefur verið hraunsbirnan á land á Hrauni og settist að í æðarvarpinu en var felldur þar[3].

Tengt efni

Heimildir

  1. „The eiderdown process“. Hraun á Skaga (bandarísk enska). Sótt 30. júní 2023.
  2. „Hraun á Skaga og Grænhóll í Ölfusi hljóta landbúnaðarverðlaun“. Búnaðarsamband Suðurlands. Sótt 30. júní 2023.
  3. Þorsteinn Sæmundsson; Hjalti Guðmundsson; Þórdís V. Bragadóttir; Helgi Páll Jónsson (2009). „Hvítabirnir í Skagafirði árið 2008“ (PDF).