Fara í innihald

Þaralátursfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þaralátursfjörður er stuttur og lítill fjörður á austanverðum Hornströndum, milli Furufjarðar og Reykjafjarðar. Þaralátursnes skilur fjörðinn frá Reykjafirði og Furufjarðarnúpur fjörðinn frá Furufirði. Einn bær var í dalnum og er í eyði. Botn fjarðarins er að mestu ógróinn sandur og þar rennur til sjávar frá Drangajökli jökulsáin Þaralátursós. Eyrarrós vex þar á stórum svæðum.

Utarlega í Þaralátursfirði er sérkennilegt kennileiti sem hefur nafnið Kanna. Ofarlega í Þaralátursós er stór klettahöfði, Óspakshöfði sem kenndur er við Óspak Glúmsson sem sagt er frá í Eyrbyggju og Óspakseyri í Bitrufirði er kennd við.

Reykjafjörður sem er austan við Þaralátursfjörð er vinsæll upphafs og áningastaður þeirra er ganga um Hornstrandir. Gönguleið er yfir Þaralátursnes til Reykjafjarðar.

Tengill

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.