Utanríkisráðuneyti Íslands eða Utanríkisráðuneytið er eitt af 8 ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður er utanríkisráðherra og æðsti embættismaður þess er ráðuneytisstjóri.
Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands[2] fer ráðuneytið með þau mál er varða:
- Skipti forseta Íslands og annarra þjóðhöfðingja.
- Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.
- Sendiráð og ræðisskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi.
- Skipti við erlend ríki, þ.m.t. norræna samvinnu.
- Réttindi Íslendinga og íslenska hagsmuni erlendis.
- Samninga við önnur ríki og gerð þeirra og framkvæmd tiltekinna samninga, sbr. m.a. lög nr. 90/1994, 57/2000, 93/2008 og 58/2010.
- Aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum, stofnunum, ráðstefnum og fundum, er varða opinbera hagsmuni og eigi ber undir annað ráðuneyti samkvæmt ákvæðum þessa úrskurðar eða eðli máls. Friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.
- Diplómatísk vegabréf, þjónustuvegabréf og áritun vegabréfa.
- Kynningu Íslands og íslenskra efna með öðrum þjóðum, nema slík mál séu lögð til annars ráðuneytis.
|
- Íslandsstofu.
- Varnarmál, aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, samskipti og samstarf við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóðastofnanir á sviði öryggis- og varnarmála, varnarsvæði, öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og önnur öryggissvæði, þ.m.t. skipulags- og mannvirkjamál, rekstur mannvirkja og eigna Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, þ.m.t. íslenska ratsjár- og loftvarnakerfið (IADS).
- Útflutningsverslun.
- Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga.
- Skipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök.
- Vörusýningar erlendis.
- Þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðarhjálp.
- Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
- Hafréttarmál.
|