Upptyppingar eru móbergsfjöll í Ódáðahrauni vestan Krepputungu. Þeir mynda fjallaþyrpingu með nokkrum tindum og eru áberandi kennileiti þar á öræfunum. Jökulsá á Fjöllum rennur í sveig niður með þeim að austan. Upptyppingar eru myndaðir við gos undir jökli nálægt lokum síðasta jökulskeiðs. Þeir eru hluti af eldstöðvakerfi Kverkfjalla.

Upptyppingar
Bæta við mynd
Hæð1.074 metri
LandÍsland
SveitarfélagÞingeyjarsveit
Map
Hnit65°02′15″N 16°14′41″V / 65.0375°N 16.2447°V / 65.0375; -16.2447
breyta upplýsingum

Tveir hæstu tindarnir eru 1084 og 987 metra háir.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.