Upptyppingar
Upptyppingar eru móbergsfjöll í Ódáðahrauni vestan Krepputungu. Þeir mynda fjallaþyrpingu með nokkrum tindum og eru áberandi kennileiti þar á öræfunum. Jökulsá á Fjöllum rennur í sveig niður með þeim að austan. Upptyppingar eru myndaðir við gos undir jökli nálægt lokum síðasta jökulskeiðs. Þeir eru hluti af eldstöðvakerfi Kverkfjalla.
Upptyppingar | |
---|---|
![]() | |
Hæð | 1.074 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Þingeyjarsveit |
![]() | |
Hnit | 65°02′15″N 16°14′41″V / 65.0375°N 16.2447°V |
breyta upplýsingum |
Tveir hæstu tindarnir eru 1084 og 987 metra háir.