Tata Motors
Tata Motors Limited er stærsti bílaframleiðandi Indlands, stofnað árið 1945. Fyrirtækið er hluti af Tata Group og er með höfuðstöðvar í Mumbai. Á lista Alþjóðasamtaka bílaframleiðanda árið 2007 er Tata 21. stærsti bílaframleiðandi í heiminum.
Tata setti bíl sinn Tata Nano á markað 10. janúar 2008 en hann hefur vakið athygli fyrir að vera ódýrasti bíll sem framleiddur er, en áætlað verð er um 160þús ÍSK.
Fyrri hluta árs 2008 hefur fyrirtækið verið í viðræðum við bílaframleiðandann Ford um kaup á þeirri deild sem sér um framleiðslu á Land Rover og Jagúar.
Tengill
breyta