Spjall:Íslenzkir tónar

Latest comment: fyrir 12 árum by Thvj in topic Ís/slenzkir tónar

Frábært innlegg

breyta

Takk kærlega fyrir þetta innlegg í íslenska tónlistarsögu. - Kristján Frímann Kristjánsson 31. ágúst 2008 kl. 16:43 (UTC) Ertu ekki með listann yfir allar plötur gefnar út af Íslenzkum Tónum? - Kristján Frímann Kristjánsson 14. september 2008 kl. 01:10 (UTC)Reply

Sæll, nei, ég fékk þennan lista af lista yfir 78 snúninga plötur hér. --Akigka 16. september 2008 kl. 14:01 (UTC)Reply

Ís/slenzkir tónar

breyta

Það er nokkuð ruglandi að s og z virðast vera notuð til skiptist í umfjöllun hér í greininni. Nafn útgáfufyrirtækisins virðist augljóslega vera skrifað með z. Þá er það enn skrýtnara að búið er að setja plötur með raðnúmerinu EXP-IM XX í óskapaða flokkinn Flokkur:Íslenskir Tónar (með stóru ti). Ég spyr því, er ekki ljóst að ávallt eigi að nota Íslenzkir tónar í umfjöllun og að stofna beri Flokkur:Íslenzkir tónar? --Jabbi (spjall) 22. ágúst 2012 kl. 09:25 (UTC)Reply

Það á klárlega aldrei að vera stórt t í orðinu „tónar“ í þessu samhengi. Rithátturinn með z getur hins vegar verið aðeins flóknari. Hér má bera saman Hið íslenzka bókmenntafélag (sem hét svo lengi vel) en er í dag stundum líka ritað Hið íslenska bókmenntafélag. Vefsíðan hib.is notar ekki z en Lærdómsritaröðin heitir enn Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntaféelags, eins og fram kemur framan á hverju riti. Hvort tveggja virðist því notað samtímis. Getur verið að Íslenzkir tónar/Íslenskir tónar sé hliðstætt við þetta? Ef svo er sé ég ekki að það sé neitt athugavert við að nota báða rithætti, þótt auðvitað sé æskilegt að gæta samræmis innan einnar og sömu greinarinnar. --Cessator (spjall) 22. ágúst 2012 kl. 10:41 (UTC)Reply
Er ekki ljóst að greinar um hljómplötur eigi að bera heiti hljómplötunnar, sem greinin fjallar um, en ekki eitthvert raðtákn, sem notað var yfir plötuna af útgefanda?? Sem sagt, wikipedia er alfræðivefur, en ekki spjaldskrá! Thvj (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 01:43 (UTC)Reply
Sammála því að ekki eigi að nota stór "t" í listanum, þó að það hafi máski verið gert í auglýsingum fyrir vöruna á sínum tíma. Þar sem um gamalt vörumerki er að ræða ætti e.t.v. fremur að nota ritháttinn með "z", sem greinarheiti. Thvj (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 01:50 (UTC)Reply
Það væri vel þegið ef Notandi:Kfk eða Notandi:María Ammendrup gætu lagt orð í belg hér til þess að skýra hvernig þið teljið best að hátta þessu. Ég sé að Kfk hefur hafist handa við að breyta stóra tinu í lítið - sem er ágætt útaf fyrir sig - en er ekki best að fá á hreint hvort zan eigi líka að vera áður en haldið er áfram? --Jabbi (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 10:33 (UTC)Reply

- Ég vísa nú bara í það sem Cessator segir hér ofar. -Kristján Frímann Kristjánsson (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 10:51 (UTC)Reply

Það sem Cessator segir hér að ofan er að það gæti verið mismunandi ritháttur sbr HIB en spáir ekkert í það sem í raun er til umræðu - ég spyr ykkur um það. Hafi ferill útgáfufyrirtækisins hafist með nafninu skrifuðu með z en lokið með s væri fínt að fá fram uþb þá tímasetningu sem breytingin varð, árið dugar. En það er t.a.m. asnalegt finnst mér að titilmynd síðunnar hafi vörumerkja mynd sem á stendur Íslenzkir tónar - hin íslenzka hljómplata en myndatextinn les Íslenskir tónar - Vörumerki. Þarna ertu strax kominn með mótsagnakennda framsetningu á efninu. Þetta endurtekur sig í næstu mynd fyrir neðan. Það er ekki hægt að svissa á milli bara eftir því hvor þú nennir að teygja þig í zuna á takkaborðinu. Platan LPIT 1000/1 (Lög frá liðnum árum) er gefin út af Íslenzkum tónum, aðeins fjórum árum áður en útgáfufyrirtækið pakkar saman. Mér virðist því sem að það að sleppa z og nota s sé seinni tíma uppfinning. Að mínu viti ber því að nota z, annað er sögufölsun. --Jabbi (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 11:13 (UTC)Reply

Eiga ekki greinar um hljómplötur að bera heiti hljómplötunnar, sem greinin fjallar um, í staðinn fyrir eitthvert raðtákn sem enginn skilur?? Thvj (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 17:23 (UTC)Reply

- Mikið rétt þetta með nöfnin (samanber SG hljómplötur), stundum er maður bara eitthvað út úr kú. Hvernig geri ég nú aftur til að breyta þessu? Alfreð Clausen syngur - Íslensk dægurlög 1, tilvísun frá EXP-IM 1 - Takk - Kristján Frímann Kristjánsson (spjall) 24. ágúst 2012 kl. 00:18 (UTC)Reply

Erum við sammála því að nota upprunalegu stafsetninguna, þ.e. með z-u, fyrir greinar- og flokkaheiti með þeim rökum að fyrirtækið var lagt niður áður en z-an var lögð til hliðar? Thvj (spjall) 24. ágúst 2012 kl. 00:59 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Íslenzkir tónar“.