Notandaspjall:Akigka/Eldra
Værir þú til í að skrifa grein um gvendarlaugina, hún virðist áhugaverð. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:45, 5 nóv 2004 (UTC)
Myndina eða laugina sjálfa?
- Ég skal redda því í einum grænum! --Sigatlas 01:53, 5 nóv 2004 (UTC)
Rækjuvinnsla
breytaMér sýnist þetta vera skratti gott hjá þér. Kannski að setja stubb á þetta ef einhver hefur visku við þetta að bæta seinna. --Sigatlas 13:36, 5 nóv 2004 (UTC)
Myndir
breytaVærir þú til í þegar þú hleður inn myndum að bæta við upplýsingum um hana, hver tók hana og að lokum leyfisupplýsingum, betur útskýrt á innhlaðningarsíðunni, er mun auðveldara upp á alla síðari notkun á efninu. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:20, 7 nóv 2004 (UTC)
- Einnig fyrir eldri myndir, sérstaklega þær sem er augljóst að þu hefur ekki gert sjálf/ur -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 15:16, 22 nóv 2004 (UTC)
- Ég skal athuga hvort ég hef ekki gert það fyrir allar myndir. Ljósmyndirnar sem ég setti inn eru kenndar við höfund sem er sama þótt þær séu nýttar út um allt, en ég skal spyrja hann hvort hann vilji ekki heldur nota formlegt leyfi eins og GFDL. Annars eru eldri myndir en 70 ára by definition PD :P --81.15.42.250 16:15, 22 nóv 2004 (UTC)
- Bara vont að sjá þannig jafnvel á myndum sem virðast gamlar og hvað þá á teikningum þegar það stendur nákvæmlega ekkert um þær eða hvaðan þær koma. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 16:17, 22 nóv 2004 (UTC)
- Jamm, yfir þrjúhundruð ára gamlar. Ég skal reyna að finna út hvar þær voru prentaðar fyrst... --Akigka 16:29, 22 nóv 2004 (UTC)
- En sbr. http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Jonathan_swift.JPG
- Bara vont að sjá þannig jafnvel á myndum sem virðast gamlar og hvað þá á teikningum þegar það stendur nákvæmlega ekkert um þær eða hvaðan þær koma. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 16:17, 22 nóv 2004 (UTC)
- Ég skal athuga hvort ég hef ekki gert það fyrir allar myndir. Ljósmyndirnar sem ég setti inn eru kenndar við höfund sem er sama þótt þær séu nýttar út um allt, en ég skal spyrja hann hvort hann vilji ekki heldur nota formlegt leyfi eins og GFDL. Annars eru eldri myndir en 70 ára by definition PD :P --81.15.42.250 16:15, 22 nóv 2004 (UTC)
Gvendarlaug
breytaSjá Spjall:Gvendarlaug í Bjarnarfirði -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:41, 9 nóv 2004 (UTC)
_
breytaVil benda þér á að það er óþarfi að gera "_" í tenglum þar sem " " umskrifast sjálfkrafa í "_" auk þess sem undirstrikin líta illa út í texta. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:54, 13 mar 2005 (UTC)
- Hélt maður ætti að gera það vinstra megin við '|'. Sleppi því næst. --Akigka 02:57, 13 mar 2005 (UTC)
Þú ert orðinn stjórnandi
breytaÉg er búinn að gera þig að stjórnanda, endilega bættu þér á listan á Wikipedia:Stjórnendur :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:43, 20. maí 2005 (UTC)
- Til hamingju Akigka! :D Baldur Blöndal 17:28, 25 október 2006 (UTC)
Hvítgeimur
breytaAthugaðu að þegar þú bætir við of miklum hvítgeim (whitespace) á undan fyrirsögnum eins og á Yfirréttur kemur það svoldið illa út. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:43, 14. júní 2005 (UTC)
- Sem minnir okkur á að enginn hefur enn skrifað greinina hvítur dvergur :) --Akigka 14:35, 14. júní 2005 (UTC)
Image licence?
breytaHi Akigka, please see the first entry on commons:Commons:Images missing information. Could you help to clarify the licence of "your" commons:Image:Potturinn.jpeg by adding a clear author and perhaps more information in english? Thanks a lot. -- Berry 25. júlí 2005 kl. 20:28 (UTC)
Evrópufáninn
breytaVarðandi þennan fána sem var á Snið:Evrópa þá var hann þarna sem Evrópufáninn en ekki sem fáni Evrópusambandsins, þetta var því ekki eins og að láta Bandaríska fánann vera á Norður-Ameríkusniðinu þar sem hann táknar ávallt eitt land, en ekki heimsálfu auk yfirþjóðlegra samtaka og Evrópuráðsins. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. júlí 2005 kl. 01:48 (UTC)
- Rétt... Mín mistök :) Mér finnst samt óviðeigandi að nota merki sem almennt er notað sem merki Evrópusambandsins fyrir heimsálfuna. Svo er þetta líka í meira samræmi við hliðstæð snið fyrir aðrar heimsálfur. --Akigka 27. júlí 2005 kl. 01:55 (UTC)
Jájá, það er svo allt annað mál, þessi fáni mátti alveg fara, langaði bara að benda á þetta;) —Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. júlí 2005 kl. 01:57 (UTC)
(H)rós í hnappagat
breyta(H)rós í hnappagat fær Akigka (alias 213.220.103.23 ?) fyrir afbragðs stubba um landafræði Asíu, Afríku og víðar, einnig margar góðar greinar um hitt og þetta í Íslandssögu. Allt vel fram sett og á vönduðu máli. Lófatak! --Mói 21. ágúst 2005 kl. 22:25 (UTC)
- :) Takk, takk ... Takk sömuleiðis fyrir afbragðs leiðréttingar. --Akigka 21. ágúst 2005 kl. 22:36 (UTC)
Ljóta ruglið!
breytaJá, arrrggh..... það sem maður getur látið frá sér fara, það er nú ekki alveg einleikið. Þarna ruglaði ég saman Rósku og Rúrí og var nú ekki þörf á því. Gott að vera leiðréttur þegar maður bullar svona! --Mói 1. september 2005 kl. 12:42 (UTC)
Noregsprinsinn
breytaHalló! Ég er ánægdur með færingin af Sverrir Magnús af Noregi til Sverrir Magnús Noregsprins, en er það ekki rett að skrifa «noregsprins», og ekki «Noregsprins»? Á norsku er þad svona, en ég er ekki viss á íslensk. --KRISTAGAα-ω 5. des. 2005 kl. 13:17 (UTC)
- Sæll, gott að þú ert sáttur. "af Noregi" er oft notað í íslensku, en mér finnst það persónulega ekki eins fallegt og "Noregsprins" "Noregsdrottning", "Noregskonungur" o.s.frv. Ég hef því notað þetta t.d. í Jakob VI Skotakonungur og Viktoría Bretadrottning. En þetta á alltaf að vera með stórum staf í íslensku af því þetta er dregið af landaheitinu Noregur sem er með stórum staf í öllum tilvikum (konungur Noregs, Norður-Noregur, Noregsferð,...), nema þar sem -sk- kemur fyrir í orðmyndinni (norskur, t.d. norður-norskur). Vissi ekki að ætti að skrifa "noregsprins" með litlum á norsku - er einhver sérstök ástæða fyrir því? --Akigka 5. des. 2005 kl. 13:24 (UTC)
- Jú, á norsku eru samsetningar af orð alltaf svona að ef nýa orðið ekki er sernafn (sem Noregur, Sverrir, Hydro og svona) bara venjulega nafnorð (sem norskur, Sverriætt, Hydrostöð) ætlum við að sjá á siðasta orð, og að þvi «ætt» og «stöð» er med smáan staf verður nýa langa orðið líka med smáan staf. Dæmi:
- Noreg + ferd = noregsferd (han la ut på noregsferð)
- Sverre + ætt = sverreætt (kong Sverre var stamfar til sverreætta)
- Hydro + stasjon = hydrostasjon (det er mange hydrostasjoner i Noreg)
- En... ef við notum bindastrek (-) er þad sem á íslensk: (kong Sverre var stamfar til Sverre-ætta)...
- Með -sk er það eins og íslensk (Eg kjem frå Noreg og er 100% norsk).
- Vonar ég er skýr, ekki er lett að skýra úr á mál sem einn ekki er góð til að skrifa. --KRISTAGAα-ω 5. des. 2005 kl. 13:52 (UTC)
- Jú, á norsku eru samsetningar af orð alltaf svona að ef nýa orðið ekki er sernafn (sem Noregur, Sverrir, Hydro og svona) bara venjulega nafnorð (sem norskur, Sverriætt, Hydrostöð) ætlum við að sjá á siðasta orð, og að þvi «ætt» og «stöð» er med smáan staf verður nýa langa orðið líka med smáan staf. Dæmi:
Sýslu-kort?
breytaSæll Akigka. Áttu kort sem sýna staðsetningu sýslanna? Annars væri fínt ef ég henti mér í að skrifa inn á kortin frá LMÍ. --Jóna Þórunn 7. apríl 2006 kl. 22:09 (UTC)
- Sæl, ég notaði Image:Municipalities_of_Iceland.png sem er frá LMÍ. Það er sama kort og er á Sýslur á Íslandi, en án texta. --Akigka 7. apríl 2006 kl. 22:16 (UTC)
Flottur listi
breytaMeiriháttar fínn listi hjá þér yfir ríkisstjórnirnar. Ég er samt að vonast eftir myndum af þessum fáu köllum sem enn vantar. Hver skyldi svo bætast í forsætisráðherrahópinn eftir árið? --Mói 24. maí 2006 kl. 15:58 (UTC)
- Takk fyrir það. Við verðum svo bara að vona að við fáum leyfi til að nota ljósmyndir sem gefnar hafa verið út fyrir minna en 25 árum síðan, en útlitið er heldur dökkt með að við fáum að endurnýta þessa fínu mynd af Halldóri eftir árið... --Akigka 24. maí 2006 kl. 16:17 (UTC)
Verðlaun
breytaÉg rakst á flokkinn um seglskip sem þú ert búinn að vera að dæla út, hann er orðinn helvíti flottur. Sem áhugamaður um seglskip þá finnst mér þetta frábær viðbót í íslenska Wikipedia. Hér færðu verðlaun hins vinnandi manns. --Smári McCarthy 20:17, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Takk fyrir það. Bara að fá útrás fyrir áhugamálið. --Akigka 20:18, 17 ágúst 2006 (UTC)
Immagine dei pesci su commons
breytaCiao. Guarda, hai fatto una cosa che avrei dovuto fare io tempo fa. Quindi è già su commons? bene allora in questi giorni provvedo a chiedere la cancellazione dell'immagine che è ancora caricata dentro wikipedia italia. Grazie per il tuo interessamento, buon lavoro su wikipedia. --82.52.77.154 00:47, 7 september 2006 (UTC)
grasætt > grasaætt (rétt nafn)
breytaSæll. Ég breytti þessu - bæði vegna þess að nytjajurtabókin mín segir þetta svona og svo Google líka. Vona að þér sé sama. --Jóna Þórunn 11:18, 8 október 2006 (UTC)
- Auðvitað. Ég hef líklega tekið hitt upp af því mér hefur þótt það hljóma betur ;) Ef það er rangt þarf að breyta því. Svo er ég í vandræðum með ættbálkanöfnin á öllum jurtunum. Kennir fárra grasa í Orðabanka málstöðvarinnar hvað þau varðar. --Akigka 13:20, 8 október 2006 (UTC)
- Ég hef líka lent í vandræðum með taxoboxin. Skil þau þá gjarnan eftir og sé hvort ég finni þýðingu smátt og smátt. --Jóna Þórunn 22:07, 8 október 2006 (UTC)
Staðsetningakort
breytaSæll. Hvernig veistu staðsetningu allra bæjanna? Gætirðu hent inn sniðinu á Eystra-Geldingaholt líka? --Jóna Þórunn 22:49, 1 nóvember 2006 (UTC)
- Sæl. Ég hef notast við kortaskjá landmælinga Íslands ([1]). Þar er hægt að leita eftir örnefnum. --Akigka 22:57, 1 nóvember 2006 (UTC)
- Takk. --Jóna Þórunn 23:01, 1 nóvember 2006 (UTC)
fæðast og vera fæddur
breytaSæll Agika. Ég sé að þú hefur breytt til baka "var fædddur" í "fæddist" í greinum um Gunnar Pálsson. Nú er vitaskuld sjálfsagt að leiðrétta rangt málfar og einnig böngulegt en dálítið hæpið að breyta bara breytinganna vegna. Þolmyndin í þessu tilviki er mjög gömul og má benda á að bæði á Jónas Hallgrímsson og Jón Helgason nota hana hiklaust. Sjálfsagt er auðvitað líka að nota germyndina en að hún sé nokkuð fallegri get ég ekki fallist á.
Bestu nöldurkveðjur, Kriseir
85.220.92.104 23:02, 26 nóvember 2006 (UTC)
- Sæll. Jú, ég breytti þessu af því mér finnst þolmyndin gefa til kynna ferli í þessu tilviki, fremur en atvik. Eins og „var fæddur“ eins og „að fæða“ (í merkingunni „ala önn fyrir“) sem hljómar fornlega og því færi betur á því að nota „fæddist“ þar sem einungis er vísað til þess atviks að hann kom í heiminn á þessum stað. Þetta er auðvitað smekksatriði og rétt sem þú segir að óþarfi að breyta breytinganna vegna. Mér fannst þetta bara vera eins og tilraun ónafngreinds notanda til að fyrna textann að óþörfu. Ef þér finnst betur fara á hinu er sjálfsagt að breyta því til baka. Ég er víst ekki í neinni aðstöðu til að leika málfarsráðunaut hérna. --Akigka 23:08, 26 nóvember 2006 (UTC)
Púrismi
breyta'Púrismi' heitir 'hreinstefna' á íslensku. (Íslenska alfræðiorðabókin; Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi).81.165.227.4 23:33, 7 desember 2006 (UTC)
Forvitni
breytaBara fyrir forvitnis sakir; en fyrir hvað stendur Akigka? --Baldur Blöndal 21:28, 5 janúar 2007 (UTC)
Fyrirsagnartexti
breytaTil hamingju með að finna plagat fyrir Rauða skikkjan. Ég hef lengi leitað en ekkert fundið. Hvernig rambaðiru á þessa norsku síðu? --Steinninn 08:56, 10 janúar 2007 (UTC)
- Google myndaleit. En ég man ekki hvern af titlum myndarinnar ég setti inn. Þann danska líklega. --Akigka 09:53, 10 janúar 2007 (UTC)
Kort
breytaSæll. Er hægt að plata þig í að gera fallegt kort fyrir sviðna landsvæði Mýraeldanna? Ertu annars game á Wikihitting í næstu viku? --Jóna Þórunn 21:49, 26 mars 2007 (UTC)
- Sæl. Skal athuga þetta með kortið. Ætla að sjá til hvort ég á heimangengt í næstu viku. Finnst það líklegra en ekki samt. --Akigka 10:08, 27 mars 2007 (UTC)
- Betra seint en aldrei; takk fyrir kortið. Ég ætla að leggjast undir feld og laga sýslukortin til; þau eru ekki nógu góð. :) — Jóna Þórunn 20:06, 1 júní 2007 (UTC)
- Ekki málið :) En mikið væri ég til í að kunna að gera kort eins og commons:User:Sting... --Akigka 22:20, 1 júní 2007 (UTC)
- Stytturnar alltaf góðar og Akrafjallið með stafs.villum. Spurning hvort við ættum að nota Strandasýslu-kassann sem snið á allar sýslur; hvernig fyndist þér slíkt uppátæki? — Jóna Þórunn 14:33, 2 júní 2007 (UTC)
- Líst bara vel á það, það er alveg þess virði að vera með snið fyrir sýsluupplýsingar og væri gaman að fá gömlu sýslumerkin inn eins og sveitarfélagamerkin. --Akigka 10:32, 4 júní 2007 (UTC)
- Já, hver ætli sé góður í að gera SVG-útgáfu af þeim? — Jóna Þórunn 13:21, 4 júní 2007 (UTC)
- Sýslumerkin eru hreint afbragð. Takk kærlega :) Ein pæling þó; ætti Flokkur:Strandir ekki frekar að heita Flokkur:Strandasýsla eða hvað finnst þér? — Jóna Þórunn 15:40, 21 júní 2007 (UTC)
- Já, ákvað að byrja bara á þessu... :) Vantar samt betri upplýsingar um merkingu þeirra. Ég er persónulega hrifnastur af því að notast við landshlutaheiti eins og 'Strandir' frekar en heiti á stjórnsýsluumdæmum. 'Strandasýsla' og 'Strandir' eru að vísu nánast samheiti og það sama á við um t.d. 'Dalina' og 'Dalasýslu'. Í þessum tilvikum ætti, finnst mér, að notast við landshlutaheitið fremur en sýsluheitið, enda eru þessar sýslur ekki lengur til, í raun, þótt sumar (eins og t.d. Ísafjarðarsýsla) eigi sér langa og merkilega sögu sem slíkar. Ég þyrfti eiginlega (til að vera samkvæmur sjálfum mér) að breyta Strandagreininni og færa hana á 'Strandir'. Sveitarfélög og sýslur eru orðin fullmerkingarlaus fyrirbæri eins og staðan er í dag þegar kemur að því að fjalla um t.d. náttúru og sögu einhvers landshluta þykir mér. --Akigka 15:57, 21 júní 2007 (UTC)
- Við erum samt kannski í einhverju millibilsástandi þessi síðustu ár eftir að sýslurnar hættu að vera til og sameiningarferlið allt byrjaði, varðandi það hvernig á að skilgreina einstök landsvæði á Íslandi...
- Jú, þetta er allt í frekar lausu lofti. Mér hefur þótt gott að tala um landið í sýslunum því þær eru svo augljósar; ef maður segist vera úr Árnessýslu þá er augljóst að maður kemur ekki úr Öxarfirði eða frá Ísafirði. Varðandi Strandirnar þá hafði ég hugsað að hafa hreinlega bara góðan staðal á flokkunum og sýslurnar eru ekkert verri til þess. Vil þó ekki fara að hrófla við Eyjafirðinum ennþá því hann gæti orðið eitthvað kargur. Kjördæmin finnst mér dæmi um hvernig eigi ekki að skipta landinu - það er erfitt að tala um náttúrufar og menningu innan þeirra (nema kannski í Reykjavíkurkjördæmunum). — Jóna Þórunn 20:50, 21 júní 2007 (UTC)
- Náttúra og menning Reykjavíkurkjördæmanna tveggja er auðvitað gagnólík eftir því hvort átt er við Kollafjörð eða Skerjafjörð og saga þessara tveggja landfræðilega ólíku landshluta aðgreind þótt hún tengist á ýmsan hátt. Menning í Kraganum... tja... við myndum kannski ekki hafa þann kafla mjög langan En hvar á ég að flokka okkar mörgu greinar um sögu, náttúru og menningu landsvæðisins sunnan Vatnajökuls? á Flokkur:Austur-Skaftafellssýsla, Flokkur:Skaftafellssýsla eða Flokkur:Sveitarfélagið Hornafjörður? --Akigka 23:49, 21 júní 2007 (UTC)
- Jú, þetta er allt í frekar lausu lofti. Mér hefur þótt gott að tala um landið í sýslunum því þær eru svo augljósar; ef maður segist vera úr Árnessýslu þá er augljóst að maður kemur ekki úr Öxarfirði eða frá Ísafirði. Varðandi Strandirnar þá hafði ég hugsað að hafa hreinlega bara góðan staðal á flokkunum og sýslurnar eru ekkert verri til þess. Vil þó ekki fara að hrófla við Eyjafirðinum ennþá því hann gæti orðið eitthvað kargur. Kjördæmin finnst mér dæmi um hvernig eigi ekki að skipta landinu - það er erfitt að tala um náttúrufar og menningu innan þeirra (nema kannski í Reykjavíkurkjördæmunum). — Jóna Þórunn 20:50, 21 júní 2007 (UTC)
- Við erum samt kannski í einhverju millibilsástandi þessi síðustu ár eftir að sýslurnar hættu að vera til og sameiningarferlið allt byrjaði, varðandi það hvernig á að skilgreina einstök landsvæði á Íslandi...
- Já, ákvað að byrja bara á þessu... :) Vantar samt betri upplýsingar um merkingu þeirra. Ég er persónulega hrifnastur af því að notast við landshlutaheiti eins og 'Strandir' frekar en heiti á stjórnsýsluumdæmum. 'Strandasýsla' og 'Strandir' eru að vísu nánast samheiti og það sama á við um t.d. 'Dalina' og 'Dalasýslu'. Í þessum tilvikum ætti, finnst mér, að notast við landshlutaheitið fremur en sýsluheitið, enda eru þessar sýslur ekki lengur til, í raun, þótt sumar (eins og t.d. Ísafjarðarsýsla) eigi sér langa og merkilega sögu sem slíkar. Ég þyrfti eiginlega (til að vera samkvæmur sjálfum mér) að breyta Strandagreininni og færa hana á 'Strandir'. Sveitarfélög og sýslur eru orðin fullmerkingarlaus fyrirbæri eins og staðan er í dag þegar kemur að því að fjalla um t.d. náttúru og sögu einhvers landshluta þykir mér. --Akigka 15:57, 21 júní 2007 (UTC)
- Sýslumerkin eru hreint afbragð. Takk kærlega :) Ein pæling þó; ætti Flokkur:Strandir ekki frekar að heita Flokkur:Strandasýsla eða hvað finnst þér? — Jóna Þórunn 15:40, 21 júní 2007 (UTC)
- Já, hver ætli sé góður í að gera SVG-útgáfu af þeim? — Jóna Þórunn 13:21, 4 júní 2007 (UTC)
- Líst bara vel á það, það er alveg þess virði að vera með snið fyrir sýsluupplýsingar og væri gaman að fá gömlu sýslumerkin inn eins og sveitarfélagamerkin. --Akigka 10:32, 4 júní 2007 (UTC)
- Stytturnar alltaf góðar og Akrafjallið með stafs.villum. Spurning hvort við ættum að nota Strandasýslu-kassann sem snið á allar sýslur; hvernig fyndist þér slíkt uppátæki? — Jóna Þórunn 14:33, 2 júní 2007 (UTC)
- Ekki málið :) En mikið væri ég til í að kunna að gera kort eins og commons:User:Sting... --Akigka 22:20, 1 júní 2007 (UTC)
- Betra seint en aldrei; takk fyrir kortið. Ég ætla að leggjast undir feld og laga sýslukortin til; þau eru ekki nógu góð. :) — Jóna Þórunn 20:06, 1 júní 2007 (UTC)
- Dreg þetta hérna til vinstri aftur. Við höfum hina frábæru landshlutaflokka sem þjóna í dag þeim tilgangi að vera safnflokkar. Spurning hvort við ættum að drita öllu í þá og svo undirflokka eftir efni (t.d. Kirkjustaðir á suðausturlandi, Brotnar steinhellur á norðurlandi vestra) og gera þessa flokka úber-dúber stóra. Persónulega aðhyllist ég sýsluflokkunum (gamaldags.is) og flokka sveitarfélögin í eigin flokka sem aftur lenda í sýsluflokkum. Annars var ég að skoða gömul veðurgögn og tala við grænfóðrið svo ég ætti ekki að vera að pæla í þessu núna. — Jóna Þórunn 12:51, 22 júní 2007 (UTC)
- Þessi þurrkur er auðvitað óguðlegur og sjálfsagt að athuga hvort ekki þarf að leggja niður einhver sveitarfélög bara hans vegna. En það sem ég er að benda á er að sýslurnar á la 1930 eru ekki merkilegar kýr heldur kjördæmaredding sem tengdist kjördæmakerfi sem var við lýði í um 100 ár. Fyrir þann tíma eiga sumar þessara sýslna sér merkilega sögu sem nær alla vega aftur á 16. öld og þar áður voru til þing og enn fyrr goðorð. Hvað, af öllu þessu úrelta dóti, eigum við að velja sem flokka? Landshlutarnir hafa þó þann kost að vera sígildir. Flói og Hreppar, Landeyjar, Vestmannaeyjar, Dalirnir, Snæfellsnesið, Eyjafjörðurinn, Skagaströnd og Skagafjörður og svo framvegis eru allt góð greinarefni í sjálfu sér. Vestur-Barðastrandarsýsla gæti hins vegar hæglega verið neðanmálsgrein í grein um Vesturbyggð... enda á hún sér hvorki langa né merkilega sögu. --Akigka 13:47, 22 júní 2007 (UTC)
- Vissirðu annars að það er ekkert veður á Reykjum í Hrútafirði (sbr. þetta); ég neyðist til að nota Hlaðhamra. En jú, Hrepparnir eru auðvitað mun merkilegri heldur en Hrunó + SkeiðGnúp. Landshlutarnir eru sígildir því þeir eru lítið að færa sig milli landshluta en þeir verða svo andsk. stórir að það er varla pláss fyrir þá. Hins vegar; ef við förum að flokka þetta eftir minni landssvæðum geta svæðin orðið svo misjafnlega stór sbr. Barðaströnd vs. Flóinn. Hvort á maður að tala um Andakíl eða allan Borgafjörð; Húnaflóa allan eða bara Hrútafjörð, Miðfjörð og Húnafjörð? Skal skipta í sveitafélagseiningar (t.d. Hrútafjörður vestan/austan ár) og á Miðhálendið að vera ein gomma eða skiptast í hluta eftir höfuðáttum? Ættum við kannski að færa okkur í Pottinn eða er verið að þrífa hann? Afsakaðu annars bullið í mér; ég er búin að vera einum of lengi í útlegð... — Jóna Þórunn 14:21, 22 júní 2007 (UTC)
- Þessi þurrkur er auðvitað óguðlegur og sjálfsagt að athuga hvort ekki þarf að leggja niður einhver sveitarfélög bara hans vegna. En það sem ég er að benda á er að sýslurnar á la 1930 eru ekki merkilegar kýr heldur kjördæmaredding sem tengdist kjördæmakerfi sem var við lýði í um 100 ár. Fyrir þann tíma eiga sumar þessara sýslna sér merkilega sögu sem nær alla vega aftur á 16. öld og þar áður voru til þing og enn fyrr goðorð. Hvað, af öllu þessu úrelta dóti, eigum við að velja sem flokka? Landshlutarnir hafa þó þann kost að vera sígildir. Flói og Hreppar, Landeyjar, Vestmannaeyjar, Dalirnir, Snæfellsnesið, Eyjafjörðurinn, Skagaströnd og Skagafjörður og svo framvegis eru allt góð greinarefni í sjálfu sér. Vestur-Barðastrandarsýsla gæti hins vegar hæglega verið neðanmálsgrein í grein um Vesturbyggð... enda á hún sér hvorki langa né merkilega sögu. --Akigka 13:47, 22 júní 2007 (UTC)
Gzimi 01:08, 6 apríl 2007 (UTC)
== Ég setti grein um Skanderbeg hér en henni var hafnað. Ástæðan var sú að það var líka á huga(http://is.wikipedia.org/wiki/Spjall:Skanderbeg). Það er satt að þessi grein sem ég setti er á hugi. En höfundurinn á huga er ég, þ.e nophilosophy. Ég gæti líklega sannað það, ef þú vilt, með því að skrifa eitthvað sem þú biður mig eitthvert stað á huga. Ég veit ekki hverning það er öðruvísi hægt að sanna að ég skrifaði þessa grein sjálfur. Ég er frá Kosovo og það er mjög líkt Albaníu, fáninn, tungumálið o.fl. þess vegna vildi setja stutta grein um Skanderbeg bara til að fólk hafi smá hugmynd um hver hann var.
- Sæll. Auðvitað er besta mál að fá grein þína um Skanderbeg af Huga hingað inn. Þú hefðir samt átt að útskýra á spjallsíðunni að þú værir höfundur greinarinnar á Huga. Annars lítur þetta út eins og höfundaréttarbrot. --Akigka 20:17, 7 apríl 2007 (UTC)
- Já, ég skil. Ég vissi ekki að það átti að tilgreina það. En svo kann ég heldur ekki að vinna í wikipedia, ég veit t.d ekki hverning ég gæti sett mynd með greini, geturðu sagt mér hvernig ég geri það?
- Líttu á ensku greinina um Skanderbeg. Þar eru alla vega tvær myndir sem eru geymdar á commons.wikimedia.org og hægt er að setja inn einfaldlega með
[[Image:Myndanafn]]
. --Akigka 01:00, 10 apríl 2007 (UTC)
- Líttu á ensku greinina um Skanderbeg. Þar eru alla vega tvær myndir sem eru geymdar á commons.wikimedia.org og hægt er að setja inn einfaldlega með
hæhæ, ég sjá kjósu þína, geturu plís hjálpað mér á kasakstan greinni minni.. ég hef skrífað mikið og það tók margir tíman og vildi að hafa það gæðagrein og úrvalsgrein.. það væri indælt :) --Ice201 01:54, 12 apríl 2007 (UTC)
- Sjálfsagt... þegar ég hef tíma og nennu :) Greinin er nógu ítarleg en vandamálið er að hún er illskiljanleg á köflum. --Akigka 01:56, 12 apríl 2007 (UTC)
Haha, ég skil þig fulkomlega. Ok ég hef hugmýnd. Segðu mér hlutir sem er illskiljanleg og ég skal skrífa þau á ensku :) --Ice201 02:14, 12 apríl 2007 (UTC) Akigka, komdu sæll. Ég var að tala við vin minn, til að hjálpa mér með léðréttningum á Kasakstan, og hann sagði hann getur skila allt og allt var rétt. Og ég spuraði vinkonu mína líka til að lesa og já, hún sagði að hún greinin var fína. Ég vildi að spurja þig, geturu sagt mér hvaða hluti í þessari greini er óskiljanlegt eða er þarf hreingera? Kosningar vóru 3 - 3, og Kasakstan er ekki þarna núna. Ég geri hvað sem er til að sjá Kasakstan úrvalsgrein. Takk! :) --Ice201 21:51, 19 apríl 2007 (UTC)
- Þau hafa varla lesið greinina vel. Hér er dæmi um setningu sem er illskiljanleg: „Síðan Kasakstan samþykkti Rússland hafa Rússar flust til Kasakstan alls staðar.“ Hvað er það að samþykkja land? Hvað er átt við? Síðari hlutinn gæti þýtt að Rússar hafi komið allstaðar að eða þá að þeir hafi sest að víðsvegar um landið. Svo eru sumar setningar ekki í takt við það sem viðgengst á Wikipedia, eða ætti ekki að gera það, svo sem: „Í Kasakstan í dag eru yfirstétt, borgarastétt og lágstétt eins og vera ber í auðvaldskerfi.“ eða „Fólk í Kasakstan annaðhvort elskar hann eða hatar hann.“ Það er ekki okkar að fullyrða um slíka hluti. „veggspjöld segja „Kazakhstan 2030““ ... þetta er enska („the wallpapers say/state“), veggspjöld tala ekki :). Það er ýmislegt svona. Ég er nú varla hæfur til þess að fara út í málfar og stafsetningu þar sem hún er ekki upp á marga fiska hjá mér sjálfum, hinsvegar held ég að það sé nokkuð augljóst að margt megi bæta þarna, þetta er bara eitthvað sem ég rak augun í eftir snöggt yfirlit. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:37, 19 apríl 2007 (UTC)
- Ok, takk fyrir útskýra. ég skal festa greini.. eða reyna. :)--Ice201 22:47, 19 apríl 2007 (UTC)
- Ok, ég er búinn að breyta, eyða, og festa. :) Segðu mér meira illskiljinleg setningar :) Og hvað þarf þessi grein nema léðréttning til að fá gæða/úrvalsgrein? --Ice201 23:00, 19 apríl 2007 (UTC)
Húsið eða húsið
breytaSæll vertu. Gætiru hugsanlega gefið mér smá skýringu á afhverju þú færðir Úngfrúin góða og húsið fyrir á Úngfrúin góða og Húsið. Var Halldór jafn hrifin af því að brjóta ng regluna og að brjóta "stóra-stafs" regluna? Ég ræddi líka sérvisku Halldórs á Kristnihald undir Jökli (kvikmynd), en ég held við séum komnir á niðurstöðu þar. Spurningin er, gildir það sama um þessa bók? Þar sem þú virðist þekkja þig svolítið til í verkum hans, datt mér í hug að beina þessari spurningu til þín. Ég vona að þér sé sama :) --Steinninn 19:14, 13 apríl 2007 (UTC)
- Segir nokkuð. Man það hreinlega ekki, en mig grunar að það hafi verið út af því að þannig hafi þetta upphaflega verið skrifað þegar sagan kom út í smásagnasafninu. Dönsku og ensku þýðingarnar fylgja því eftir og hafa Huset og House með stórum staf. „Húsið“ er í þessu tilviki auðvitað ekkert hús heldur ættin eða fjölskyldan, en það er sama. Þetta er klárlega villa - en til að staðfesta það hvort hún sé af ásettu ráði þyrfti ég að komast í smásagnasafnið, sem ég hef ekki við hendina. Eitthvað hlýt ég þó að hafa haft fyrir mér í þessu ... :) --Akigka 00:10, 14 apríl 2007 (UTC)
- Sama er upp á teningnum hér. Á gegni.is er heitið skrifað með litlum staf, og það sama á við um flestar íslenskar síður þar sem vitnað er í verkið. Það gæti þó hæglega verið tilhneiging til leiðréttingar. Þótt Gegnir sé yfirleitt ágætt viðmið, þá leyfi ég mér að taka ekki 100% mark á honum í svona tilvikum. --Akigka 00:13, 14 apríl 2007 (UTC)
- Ég hef einmitt líka kíkt á Gegnir til að fá þetta rétt, en það er ekki alltaf allt rétt hjá þeim. Ég athuga þetta nánar...--Steinninn 22:00, 19 apríl 2007 (UTC)
- Sama er upp á teningnum hér. Á gegni.is er heitið skrifað með litlum staf, og það sama á við um flestar íslenskar síður þar sem vitnað er í verkið. Það gæti þó hæglega verið tilhneiging til leiðréttingar. Þótt Gegnir sé yfirleitt ágætt viðmið, þá leyfi ég mér að taka ekki 100% mark á honum í svona tilvikum. --Akigka 00:13, 14 apríl 2007 (UTC)
Þýðingar á
breytaSæll. Mér datt í hug að spurja hvort þú vitir hvar sé hægt að þýða allar íslensku Meldingarnar á öllum Wikipedia síðum. Það er svolítið skrítið að vera að þýða þetta hérna og svo þarf maður að gera þetta allt upp á nýtt í öðrum Wikia og Wikipedia síðum. --Steinninn 06:17, 8 maí 2007 (UTC)
- Þekki það ekki, því miður. --Akigka 11:55, 8 maí 2007 (UTC)
- Allt í lagi, ég held að ég sé búinn að hafa samband við þá sem eru við stjórn. Á eftir að fá svar. --Steinninn 12:03, 8 maí 2007 (UTC)
Um höfundarétt mynda og texta
breytaJá. enn ég er búinn að fá leifi frá þeim fyrir textanum og myndirnar (Larsson 01:25, 14 maí 2007 (UTC)).
- Það eru frábær tíðindi :) Gætirðu nokkuð sett inn tilvísun í það leyfi (t.d. frá hverjum það er) á spjallsíðu viðkomandi greinar og viðkomandi myndasíður. Samanber á myndasíðunni [3] kemur fram að ritstjóri vefs Alþingis hafi gefið leyfi fyrir notkun myndarinnar hér... --Akigka 01:28, 14 maí 2007 (UTC)
Myndamál
breytaJá, takk fyrir það. Ágæt að fá smá hrós. Maður hefur nú ekkert orðið allt of vinsæll við þetta. En stundum fórnar maður vinsældunum fyrir að gera það rétta í málunum. Hvernig lýst þér á tilöguna um nýja meldingu: Notandi:Steinninn/upload --Steinninn 01:03, 22 maí 2007 (UTC)
- Vel en nokkrar athugasemdir: "Það má ekki hlaða inn myndum sem hafa aðeins leyfi til að vera notaðar á Wikipedia (því mikið af myndum sem eru halaðar inn hér munu verða notaðar á mörgum öðrum heimasíðum)." - Er þetta raunhæft? Mætti ekki einhver t.d. gefa leyfi fyrir notkun myndar sem hann á aðeins á wikipedia? "Afsala sér höfundarétti" - þetta er tæknilega séð ekki hægt og því ætti að breyta orðalaginu og segja t.d. "gefa almennt leyfi fyrir frjálsri notkun myndarinnar" eða e-ð slíkt. Höfundaréttur er óframseljanlegur sem slíkur þótt nýtingarréttur sé framseljanlegur. Annars er hægara sagt en gert að setja saman svona meldingar svo þær séu 100%. Aðalatriðið er að vara fólk við því að setja inn efni sem það hefur ekkert leyfi til að setja hér inn, líka til að ekki þurfi að koma til sérstakrar réttlætingar þegar því er síðan eytt. Kannski mættu vera fleiri tenglar á dæmi - t.d. dæmi um merkingar á myndasíðum hér á íslensku wikipediu og á síðuna með myndasniðunum (var hann þarna?). --Akigka 09:32, 22 maí 2007 (UTC)
- Athygglisvert. Ég ver með en:Special:Upload til hliðsjónar þegar ég gerði þetta. "Images that only have permission to be used on Wikipedia (as any images uploaded here will also be used on lots of other sites)." Með "afsala sér höfundarétt" þá máttu endilega breyta því í CC leyfi eða eitthvað. --Steinninn 09:44, 22 maí 2007 (UTC)
- Ok, ef það stendur þar þá er líklega betra að nota það hér líka. --Akigka 09:46, 22 maí 2007 (UTC)
- En heyrðu, mætti ekki skipta út öllu í dálk 2. út fyrir það að það koma með kost um að velja rétt myndsnið? Í en: þá eru þau með myndsniðin í svona "drop down menu", við erum kanski ekki svo háþróuð í þessu, en kanski er eitthvernvegin hægt að gera þetta auðveldara fyrir fólki að setja inn sniðið. --Steinninn 09:56, 22 maí 2007 (UTC)
- Ok, ef það stendur þar þá er líklega betra að nota það hér líka. --Akigka 09:46, 22 maí 2007 (UTC)
- Athygglisvert. Ég ver með en:Special:Upload til hliðsjónar þegar ég gerði þetta. "Images that only have permission to be used on Wikipedia (as any images uploaded here will also be used on lots of other sites)." Með "afsala sér höfundarétt" þá máttu endilega breyta því í CC leyfi eða eitthvað. --Steinninn 09:44, 22 maí 2007 (UTC)
Úff, það væri nú draumur í dós að hafa þetta. En þetta er aðeins og stórt verkefni fyrir mig. Held líka að það komi ekkert það mikið að myndum hingaði inn, svo það borgar sig kanski ekki að leggja of mikla vinnu á sig. Eða hvað? Ef enginn mótmælir þá ætla ég allavega að byrja á að setja hugmyndina mína inn á sjálfa meldinguna. Það má svo bara bæta við hana seinna. --Steinninn 10:45, 22 maí 2007 (UTC)
Bot
breytaÉg ætla að nota Wikipedia:AWB til að fjarlægja mannanafnaruslið en það virðist helst henta að vera með bot til þess að það virki sómasamlega. Geturðu gert Notandi:StalfurPDA að botta svo ég geti notað hann til að fiffa þetta. --Stalfur 00:48, 2 júní 2007 (UTC)
- Hey, ég er ekki Akigka en vonandi er þér sama hvaðan gott kemur... Ég reyndi þetta en fékk meldingu um að StalfurPDA sé stjórnandi og því ekki hægt að merkja sem vélmenni. Það virðist ekki vera hægt lengur að hafa stjórnendaréttindi og vélmennisskráningu á sama notandanafninu. --Bjarki 01:01, 2 júní 2007 (UTC)
- Sama er mér um hvaðan það kemur ;), er þá ekki hægt að afstjórnenda hann og gera að botta í staðinn? --Stalfur 01:02, 2 júní 2007 (UTC)
- Aðeins Steward getur víst afturkallað stjórnendaréttindi... Væri ekki ráð að búa bara til nýjan notanda fyrir bottinn? --Akigka 01:03, 2 júní 2007 (UTC)
- Nýr notandi, Stálþjarkur! --Stalfur 01:12, 2 júní 2007 (UTC)
- Eins og Stálöndin :) Vélmennaskráningin er komin. --Akigka 01:14, 2 júní 2007 (UTC)
- Takk takk, er ekki enn skráður robot í breytingalistanum, dettur það inn bara sjálfkrafa? --Stalfur 01:21, 2 júní 2007 (UTC)
- Það held ég hljóti að vera... er það ekki? Hann er alla vega í vélmennalistanum. --Akigka 01:24, 2 júní 2007 (UTC)
- Er ekki ráð að eitthver af okkur verði Steward? Bíður sig eitthver fram? Nei, bara svona smá djók. --Steinninn spjall 01:27, 2 júní 2007 (UTC)
- Það held ég hljóti að vera... er það ekki? Hann er alla vega í vélmennalistanum. --Akigka 01:24, 2 júní 2007 (UTC)
- Takk takk, er ekki enn skráður robot í breytingalistanum, dettur það inn bara sjálfkrafa? --Stalfur 01:21, 2 júní 2007 (UTC)
- Eins og Stálöndin :) Vélmennaskráningin er komin. --Akigka 01:14, 2 júní 2007 (UTC)
- Nýr notandi, Stálþjarkur! --Stalfur 01:12, 2 júní 2007 (UTC)
- Aðeins Steward getur víst afturkallað stjórnendaréttindi... Væri ekki ráð að búa bara til nýjan notanda fyrir bottinn? --Akigka 01:03, 2 júní 2007 (UTC)
- Sama er mér um hvaðan það kemur ;), er þá ekki hægt að afstjórnenda hann og gera að botta í staðinn? --Stalfur 01:02, 2 júní 2007 (UTC)
Ófullnægjandi upplýsingar um mynd
breytaEin eða fleyri myndir sem þú hefur hlaðið inn hafa ekki fengið nægilegar upplýsingar til að við getum haldið þeim hér á Wikipedia. Vinsamlegast bættu við þeim upplýsingum sem beðið er um á innhlaðningarsíðunni á þær myndir sem þú átt í flokknum Ófullnægjandi upplýsingar um mynd eða skrá 2007, vika 22. Ef þetta verður ekki gert innan við viku þá verður þeim eytt. --Steinninn spjall 12:21, 2 júní 2007 (UTC)
- Þá er ég að tala um Mynd:Nordurmyrin.png --Steinninn spjall 12:21, 2 júní 2007 (UTC)
Bot bit BotMultichill
breytaStubbarnir
breytaÉg sé að þú ert ekki lengi að taka til í stubbunum sem að ég dúndra frá mér. Sambandi þessi XML mál, í stubbnum um XQuery notar þú orðið "spurnarmál". Hvar fékkstu þetta orð? Notast þú við einhverja tölvuorðabók eða ertu svona sniðugur. Þegar kemur að tækniorðum er ég nú betri í enskunni. --S.Örvarr.S 14:49, 15 júní 2007 (UTC)
- Blessaður og sæll. Það var nú faktíst ekki ég heldur Notandi:Friðrik Bragi Dýrfjörð sem setti þetta þarna inn. Orðið sýnist mér komið frá orðabanka íslenskrar málstöðvar sem gefur upp spurnarmál og fyrirspurnarmál fyrir "query language". Inningarmál held ég að sé líka til. --Akigka 15:03, 15 júní 2007 (UTC)
Möppukvikindi
breytaAfherju er ekki búið að gera Cessator að möppudýri? --Stefán Örvarr Sigmundsson 17:47, 21 júní 2007 (UTC)
- Ég er einmitt ný búinn að spurja hann að þessu Afhverju ertu ekki Möppudýr? --Steinninn 194.144.123.175 17:58, 21 júní 2007 (UTC)
- Hann er (ef svo má orða það) faðir íslensku Wikipedia og mér fynnst það vera góð gjöf handa honum (frá afabörnunum) að gera hann að möppudýri. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18:01, 21 júní 2007 (UTC)
- Hehe, ég á erfitt með að ímynda mér sjálfan mig svona föðurlegan. Ég held að það megi samt með réttu kalla Bjarka, Sindra, Smára, Ævar og Friðrik feður íslensku Wikipediunnar. Bjarki, Sindri og Smári voru fyrstu stjórnendurnir okkar. Ævar var fyrsta möppudýrið og Friðrik var annað möppudýrið og lengi voru þeir einu möppudýrin. Ég skráði mig ekki fyrr en í september 2005 og þá voru þegar komnar rúmlega 3000 greinar, þ.á m. fyrsta úrvalsgreinin, og líka hellingur af flokkum. Það var sem sagt búið að gera helling af mikilvægum hlutum og það voru komnir allnokkrir stjórnendur og tvö möppudýr þannig að íslenska Wikipedian var sjálfri sér næg. --Cessator 00:53, 22 júní 2007 (UTC)
- Hann er (ef svo má orða það) faðir íslensku Wikipedia og mér fynnst það vera góð gjöf handa honum (frá afabörnunum) að gera hann að möppudýri. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18:01, 21 júní 2007 (UTC)
Thankyou
breyta- Thankyou so much Akigka for your help in fixing the Auckland Grammar School article!
- I am very very Grateful.
- May you be blessed and may Íslenska Wikipedia prosper!
- Yours Sincerely, --Per Angusta 09:27, 2 júlí 2007 (UTC)
Getur þú frætt mig um það hvar þú finnur þýðingar á erlendum tungumálaheitum? Mig vantaði margar þýðingar á Listi yfir tungumálakóða í ISO 639-1 --Steinninn 02:40, 22 júlí 2007 (UTC)
- Þau er flest að finna hjá íslenskri málstöð. --Akigka 02:47, 22 júlí 2007 (UTC)
- 'Eg var reindar ekki að tala um þetta, heldur tungumál eins og íslenska og enska. Stundum er ég ekki viss hvort nöfn sem koma fram eins og svahílí séu viðurkenndar þýðingar eða bara þýðingar þess sem skrifaði greinina. --194.144.110.1 04:57, 22 júlí 2007 (UTC)
- Ah :) Jú, þær eru undantekningarlaust þýðingar þess sem skrifaði greinina. Ég hef reynt að finna einhvern lista á netinu en án árangurs. Vonandi er hægt að finna eitthvað slíkt á bókhlöðunni, þá leiðréttist þetta með tíð og tíma, það sem er vitlaust. --Akigka 12:20, 22 júlí 2007 (UTC)
- Ég er að hugsa um að hafa þetta sem réttast á Listi yfir tungumálakóða í ISO 639-1 --Steinninn 17:47, 22 júlí 2007 (UTC)
- Þá verðurðu að finna einhver uppflettirit. Þetta er hvorki á orðabanka þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins né íslenskrar málstöðvar. --Akigka 17:54, 22 júlí 2007 (UTC)
- Ég er að hugsa um að hafa þetta sem réttast á Listi yfir tungumálakóða í ISO 639-1 --Steinninn 17:47, 22 júlí 2007 (UTC)
- Ah :) Jú, þær eru undantekningarlaust þýðingar þess sem skrifaði greinina. Ég hef reynt að finna einhvern lista á netinu en án árangurs. Vonandi er hægt að finna eitthvað slíkt á bókhlöðunni, þá leiðréttist þetta með tíð og tíma, það sem er vitlaust. --Akigka 12:20, 22 júlí 2007 (UTC)
- 'Eg var reindar ekki að tala um þetta, heldur tungumál eins og íslenska og enska. Stundum er ég ekki viss hvort nöfn sem koma fram eins og svahílí séu viðurkenndar þýðingar eða bara þýðingar þess sem skrifaði greinina. --194.144.110.1 04:57, 22 júlí 2007 (UTC)
Varðandi hverfin í miðbænum
breytaSæll.
Ég er hér með spurningu fyrir þig sem tengist út fyrir Wikipediu. Það varst þú, er það ekki, sem byrjaðir á þessum greinum um hverfahluta miðborgarinnar - Ásgarð, Tunguna, osfrv. Hvaðan fékkstu þær upplýsingar? Ég er að reyna að sannfæra kollega mína sem ætla hér að gefa út bækling um "Goðahverfið" að það heiti í raun Ásgarður. Þeir segjast hinsvegar hafa leitað og ekkert formlegt nafn fundið. Hvar fannst þú þau?
Mbk, --Sterio 12:27, 24 júlí 2007 (UTC)
- Sæll. Goðahverfið :) Hljómar vel. Annars sá ég þetta fyrst á blogginu hans Stefáns Pálssonar (hægt að finna færsluna í google cache hér) og vísar til hverfaskiptingar sem var komið á á 3. áratugnum og margir kannast við. Nú er til samþykkt um skiptingu reykjavíkur í hverfi sem er frá skipulagsráði og þar er ekki minnst á Ásgarð (fellur líklega undir Þingholtin). Veit hins vegar ekki hvernig fyrri samþykktir sömu gerðar hafa verið. Alla vega þá er Ásgarður prýðilegt heiti á þetta sem er í raun hverfahluti í hverfahluta, enda gömul hverfi (eins og Norðurmýrin t.d.) nú einungis hverfahlutar í nýju skiptingunni. --Akigka 12:49, 24 júlí 2007 (UTC)
- Takk kærlega. Ég er sammála um að goðahverfið hljómi vel, en Ásgarður er mun skemmtilegra heiti. Annars er það svosem rétt, að erfitt er að draga línuna milli Þingholta og Ásgarðs, og ef til vill er tilvist Ásgarðs ekki lengur viðurkennd, en gaman væri að reyna að halda nafninu á lofti að einhverju leyti (þó mig gruni nú að það sé aðeins of seint að skipta um nafn á bæklingnum). Semsagt: Takk kærlega! --Sterio 13:52, 24 júlí 2007 (UTC)
Rosalega flott grein um Tansaniu. En þetta getur varla verið minniháttar breyting. --Steinninn 15:26, 24 júlí 2007 (UTC)
- Bara gamall vani að haka alltaf í boxið... --Akigka 15:29, 24 júlí 2007 (UTC)
Hvaða mynd er þetta eiginlega, getur hún talist íslensk? --Steinninn 18:09, 30 júlí 2007 (UTC)
- Það er nú það. Finnst það eiginlega varla, hún var framleidd í Vestur-Þýskalandi (og hét þar Du darfst nicht länger schweigen) og var tekin upp á Íslandi, held ég, en varla meira en það. Held ekki að íslenskir peningar hafi verið í henni... en hún var auðvitað gerð eftir skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar og hefur þess vegna verið talin með (líkt og Salka Valka, Hadda Padda og Saga Borgarættarinnar). --Akigka 21:30, 30 júlí 2007 (UTC)
Dear Admin
breytaYou're right. My Icelandic is too absurd. So, you think LewisHamiltonTR writes his sentences with translator.? True or false ? But, I don't use translator. My Icelandic is same translators. I know this sentences. But I don't use translator. And Turkish-Icelandic translators don't be in Internet World. Ok, I write sentences and you correct it. If you see wrong sentences. If you will come in Turkish Wikipedia, I help for you. Do you understand me ? Best regards.. And, Please speak Icelandic. I understand it.
And I help your culture. For example; you didn't write your kitchen's meal Þorramatur, But I write it. It's not same other subjects. But, I write, you correct.
--Tugay 18:19, 9 september 2007 (GMT+2)
- Ehm, sæll Lewis Hamilton. Þótt við tökum yfirleitt við öllum framlögum hér á íslensku wikipediu með þökkum, þá verður að segjast eins og er að framlög þín eru flest svo slæm að það er minni vinna að skrifa þau frá grunni fremur en leiðrétta "íslenskuna" þína. Þess vegna datt mér helst í hug vélþýðandi. Greinin þín um þorramat er gott dæmi því hún er tekin (með nokkrum úrfellingum) upp úr ensku greininni um sama efni og inniheldur meira að segja ensk orð úr upprunalegu greininni. Líklegast verður henni einfaldlega eytt alveg eða stubbur settur í stað textans sem þú skrifaðir af því hann er einfaldlega óskiljanleg. Svo er myndanotkun þín brot á öllum reglum sem við höfum sett hér í tengslum við höfundarétt o.s.frv. Við viljum gjarnan þegar settar eru inn myndir af plötuumslögum að fram komi ítarlegar upplýsingar um það með hvaða leyfi slíkar myndir eru hér inni, en þú einfaldlega afritaðir upplýsingar um allt aðra mynd og peistaðir inn. Sama gildir um myndina af þorramatnum sem þú tókst af ensku wikipediu og eignaðir sjálfum þér (í reynd) með því að afrita líka gfdl-self sniðið. Ég verð að segja að þótt ég hafi stundum sett inn texta á wikipedium á öðrum málum þá myndi mér seint detta í hug að bæta einhverju inn á tyrknesku wikipediu, af þeirri einföldu ástæðu að ég kann ekki málið og get því ekki bætt neinu af viti við hana. Ef þú ert að læra íslensku þá er ágætis vefur með sjálfsnámsefni á [4]. Gangi þér vel, en bíddu með að skrifa fleiri texta hér inn þangað til þú hefur aðeins meiri færni í málinu. --Akigka 9. september 2007 kl. 16:12 (UTC)
- (I'll also write this in English, just to be sure you understand everything); Hello, Lewis Hamilton. Although we are usually glad to accept any contribution here on the Icelandic Wikipedia, it must be said that most of your contributions are so bad that it is less work rewriting them from scratch rather than correcting your "Icelandic". This is why a machine translator was the first thing that came to my mind. Your article on Þorramatur is a good case in point. It is (with a few omissions) the same as the corresponding English article and even includes a few English words from the original. It will probably just be deleted completely or replaced with a stub because it is simply incomprehensible. Your use of images also contradicts the rules we use for copyright information etc. We want photographs of album covers etc. to contain full copyright information and reason for fair use, but you have simply copied the information from a completely different image. The same applies to the photo of Þorramatur where you have effectively tried to appropriate the image by also copying the GFDL-Self tag from the original. I must say, that although I have sometimes added text to other language versions of Wikipedia, I would not dream of contributing text to the Turkish Wikipedia for the simple reason that I do not know the language and am thus unable to contribute anything of worth. If you are studying Icelandic there exist some self-help learning materials on the website [5]. Good luck, but please do not contribute here until your language skill has improved. --Akigka 9. september 2007 kl. 16:12 (UTC)
But; Icelandic licence isn't here, I couldn't find it. Ok, thanks to your intelligence. I know, I give a extra, and you are tire... But, it is a your job. You are admin. Thanks !!! I looked it. [6]. And Icelandic wikipedia is very poor. I want improve it. Normally, I write in Turkish and French wikipedia. Best regards. --Tugay 18:19, 9 september 2007 (GMT+2)
Kollar
breytaÚps! :) — Jóna Þórunn 19. september 2007 kl. 20:41 (UTC)
Pæling. Í greininni um ho-ho er talað um equus-ættkvíslina sem hestaættkvísl og equidae-ættina sem hestaætt. Ingimar Sveinsson fyrrv. kennari á Hvanneyri talar um ættkvísl stakhæfinga og hestaætt (equidae). Er þetta eitthvað sem við ættum frekar að nota? Ég hef ekki mikið leitað að orðum yfir þetta en, já... — Jóna Þórunn 16. október 2007 kl. 18:25 (UTC)
- Stakhæfingar? Hef aldrei heyrt það áður. Hver ætli séu rökin fyrir því orði? Er það notað í einhverjum bókum? --Akigka 17. október 2007 kl. 09:25 (UTC)
- Notað í Hrossafræði 1 eftir Ingimar Sveinsson. Trúlega þýðing frá honum komin... — Jóna Þórunn 17. október 2007 kl. 10:30 (UTC)
- Mér finnst þetta alveg spurning. Það væri gaman að finna út hver orðsifjafræðin er á bak við orðið stakhæfingar. Annars sýnist mér að equus hafi verið þýtt sem hestaættkvísl hér, finn ekki það orð neins staðar heldur. Equus merkir auðvitað bara 'hestur', en ekki getum við kallað ættkvíslina 'hestar' af því hún inniheldur líka asna. --Akigka 17. október 2007 kl. 14:39 (UTC)
- Ættkvíslin inniheldur líka „bröndótta hesta eða sebrahesta“ skv. Ingimari. Varðandi stakhæfinga-nafnið er þetta væntanlega verið að benda á það að hestar hafa einn hóf (en ekki tvær klaufir). Skotþýðing á odd-toed ungulates kannski...? — Jóna Þórunn 17. október 2007 kl. 14:45 (UTC)
- Mér datt það líka í hug, en ég held að yfirleitt sé orðið 'hófdýr' notað yfir ættbálkinn. --Akigka 17. október 2007 kl. 14:49 (UTC)
- Já, nú er ég komin í hring. Best að fylgjast bara með í tíma. — Jóna Þórunn 17. október 2007 kl. 14:51 (UTC)
- Ég er þá ekki einn um að rugla með þessi ættkvíslanöfn... --Akigka 17. október 2007 kl. 15:02 (UTC)
- Nú þyrfti Hörður Kristins að vera Wikipeyi til að fá mynd af síkjabrúðu :) — Jóna Þórunn 3. desember 2007 kl. 20:27 (UTC)
- Segðu... Þetta fer á todo listann fyrir næsta sumar. --Akigka 4. desember 2007 kl. 09:43 (UTC)
- Nú þyrfti Hörður Kristins að vera Wikipeyi til að fá mynd af síkjabrúðu :) — Jóna Þórunn 3. desember 2007 kl. 20:27 (UTC)
- Ég er þá ekki einn um að rugla með þessi ættkvíslanöfn... --Akigka 17. október 2007 kl. 15:02 (UTC)
- Já, nú er ég komin í hring. Best að fylgjast bara með í tíma. — Jóna Þórunn 17. október 2007 kl. 14:51 (UTC)
- Mér datt það líka í hug, en ég held að yfirleitt sé orðið 'hófdýr' notað yfir ættbálkinn. --Akigka 17. október 2007 kl. 14:49 (UTC)
- Ættkvíslin inniheldur líka „bröndótta hesta eða sebrahesta“ skv. Ingimari. Varðandi stakhæfinga-nafnið er þetta væntanlega verið að benda á það að hestar hafa einn hóf (en ekki tvær klaufir). Skotþýðing á odd-toed ungulates kannski...? — Jóna Þórunn 17. október 2007 kl. 14:45 (UTC)
- Mér finnst þetta alveg spurning. Það væri gaman að finna út hver orðsifjafræðin er á bak við orðið stakhæfingar. Annars sýnist mér að equus hafi verið þýtt sem hestaættkvísl hér, finn ekki það orð neins staðar heldur. Equus merkir auðvitað bara 'hestur', en ekki getum við kallað ættkvíslina 'hestar' af því hún inniheldur líka asna. --Akigka 17. október 2007 kl. 14:39 (UTC)
- Notað í Hrossafræði 1 eftir Ingimar Sveinsson. Trúlega þýðing frá honum komin... — Jóna Þórunn 17. október 2007 kl. 10:30 (UTC)
Kannastu við Hvöt? Ef svo er; er eitthvað hægt að bæta við greinina? — Jóna Þórunn 30. desember 2007 kl. 02:06 (UTC)
Please, could you translate this article onto the language of this Wikipedia? Thanks for your help. --Jeneme 11. desember 2007 kl. 15:03 (UTC)
- Thanks for your help. --Jeneme 20. desember 2007 kl. 18:23 (UTC)
Akigka, Gleðilegt nýtt ár!
breytaDear Akigka, could you please help me create a short stub of this article for the Islandic .is project. Even if you could help with one or two sentences, that would be great since it could serve as a basis for future development. I am very grateful for any help you could provide. Gleðilegt nýtt ár 2008!! :) -Aishling Oigthierna 2. janúar 2008 kl. 03:54 (UTC)
Ókurteisi
breytaVinsamlegast ekki kópera af notendasíðunni minni að mér forspurðum --Jabbi 20. febrúar 2008 kl. 02:49
- Af hverju í ósköpunum ekki? Nú fær hún að þróast í nafnrýminu. Við eigum heldur ekki það sem við setjum hér inn, hvort sem er á notendasíðum eða ekki. Svo kóperaði ég jú bara innganginn til að stofna síðuna og bjóst fastlega við að þér væri sama. --Akigka 20. febrúar 2008 kl. 07:44 (UTC)
- Ég efast ekki um að þér hafi gengið gott eitt til og ég veit að þú þarft ekki að biðja mig leyfis, ég þykist ekki eiga þau verk sem ég vinn hér. Hins vegar er ástæða fyrir því að ég hef síðu í vinnslu á notendasíðunni. Ég hef tileinkað mér að hafa vinnulagið opið, frekar en á lokaðri Word skrá á tölvunni svo að aðrir geti tekið þátt ef þeir vilja. Mér þykir það vera lágmarkskurteisi að þú látir mig vita á spjallsíðunni minni ef þú ert eitthvað að sýsla með efni á notendasíðunni minni. Hins vegar sé ég ekkert að því að stofna grein um Upplýsinguna með innganginum frá notendasíðunni, það verður kannski til þess að eitthvað bætist við þar... Kveðja --Jabbi 20. febrúar 2008 kl. 14:49 (UTC)
- Nú stóð til að gera grein um upplýsinguna, og þá stóð valið milli þess að nýta þína vinnu eða gera hlutina upp á nýtt. Önnur hvor vinnan hefði ónýst, því ef ég hefði byrjað upp á nýtt þá hefði sú grein þróast óháð þinni og því orðið að innlima þína grein með einhverjum hætti inn í þá sem fyrir var eða taka hana yfir þá sem fyrir var. Í báðum tilvikum hefði vinna farið forgörðum. Því fannst mér skynsamlegast að nýta þína vinnu, sem þú hafðir unnið fyrir opnum tjöldum eins og þú segir. Ég hefði vísast átt að setja um það skilaboð á spjallsíðunni, afsakaðu þá yfirsjón, en ég gerði ráð fyrir að þú sæir þetta um leið. --Akigka 21. febrúar 2008 kl. 01:55 (UTC)
- Ekkert að afsaka. Ég hefði kannski átt að hugsa þetta betur áður en ég sendi skilaboðin. Fyrstu viðbrögðin voru sem einhver hefði ráðist inn í einkalíf mitt. Maður má tæpast leyfa sér soleiðis hér á ljósvakamiðlunum... Kveðja --Jabbi 21. febrúar 2008 kl. 16:29 (UTC)
Snið á myndum
breytaÉg var að pæla hvort þér væri sama að nota snið:Mynd á myndir sem þú hleður inn. Ég eyddi þónokkrum tíma í að setja þetta snið á allar myndir sem voru komnar inn þegar sniðið var búið til og var að vonast til að því væri bætt við jafn óðum og myndum væri hlaðið inn. --Steinninn 23. mars 2008 kl. 16:57 (UTC)
Myndir
breytaSæll. Afhverju ertu að hlaða inn myndum hérna en ekki á Commons? --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. mars 2008 kl. 00:21 (UTC)
- Sbr. umræðuna á Wikipedia:Potturinn#Skjaldarmerki íslenskra sveitarfélaga. Þeim verður bráðum öllum eytt út af commons. --Akigka 24. mars 2008 kl. 00:25 (UTC)
- Skil núna, hef ekki verið að fylgjast með nýlega. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. mars 2008 kl. 00:28 (UTC)
Sýslur
breytaJá, sæll! Um daginn bjó ég til smá töflu yfir flatarmál sýslanna og sé núna að þetta stangast á við flest allar stærðir sem gefnar eru upp í Landið þitt Ísland (eða ég held það allavega, er ekki með bækurnar við hendina). Hvort á maður þá að fylgja RALA eða bókunum? — Jóna Þórunn 13. apríl 2008 kl. 00:03 (UTC)
- Munar miklu? Landið þitt Ísland er nú aðeins komið til ára sinna og það getur verið að tölur RALA séu nýrri. --Akigka 13. apríl 2008 kl. 00:10 (UTC)
- Það munar einhverjum hundrað ferkílómetrum í Eyjafirði og rúmum 600 í Austur-Hún. Ég sé ekki hvernig RALA hefur reiknað þetta út á sínum tíma en vel gæti verið að þetta sé unnið upp úr loftmyndum (sbr. hlutföll rofflokkanna). — Jóna Þórunn 13. apríl 2008 kl. 00:13 (UTC)
- Það er yfirlit yfir stærð sveitarfélaga hér og svo á vef landmælinga - en þá þarf maður sjálfur að leggja saman :( --Akigka 13. apríl 2008 kl. 00:52 (UTC)
- Það er nú s.s. ekkert erfitt að leggja þetta saman, nema kannski þar sem er verið að sameina sveitarfélög þvert á sýslumörk. En það eru ekki margir staðir allt í allt. — Jóna Þórunn 13. apríl 2008 kl. 00:58 (UTC)
- Það er yfirlit yfir stærð sveitarfélaga hér og svo á vef landmælinga - en þá þarf maður sjálfur að leggja saman :( --Akigka 13. apríl 2008 kl. 00:52 (UTC)
- Það munar einhverjum hundrað ferkílómetrum í Eyjafirði og rúmum 600 í Austur-Hún. Ég sé ekki hvernig RALA hefur reiknað þetta út á sínum tíma en vel gæti verið að þetta sé unnið upp úr loftmyndum (sbr. hlutföll rofflokkanna). — Jóna Þórunn 13. apríl 2008 kl. 00:13 (UTC)
Ein pæling. Secretariat var nú ekki beint maður svo flokkarnir fólk fætt ... og ... dáið ... passar ekki beint. Hins vegar finnst mér kjánalegt að flokka dýr eins og hefur verið gert í tilviki Dollýar-me. Á maður að sætta sig við {{fd}} þó að þetta séu ekki menn, eða hvað finnst þér? — Jóna Þórunn 9. júní 2008 kl. 21:59 (UTC)
- Æi, sniðin (og flokkarnir) ættu náttúrulega að vera "fædd XXXX" og "dáin XXXX" - ekki fólk eða dýr. Spurning hvort við sitjum uppi með þessa flokka úr því þeir eru komnir. --Akigka 10. júní 2008 kl. 02:58 (UTC)
- Það er nú minnsta mál að endurnefna flokkana ef áhugi er fyrir hendi. Annars veit ég ekki, við ættum kannski bara að sleppa því að flokka dýrin í einhverja f/d-flokka... — Jóna Þórunn 10. júní 2008 kl. 22:09 (UTC)
Kringlan
breytaTakk fyrir að redda loksins mynd af Kringlunni, ég bý rétt hjá henni og hef ætlað mér að taka mynd í mörg ár en vissi aldrei almennilega frá hvaða sjónarhorni það ætti að vera gert. Alla vegana, takk fyrir. =) --Baldur Blöndal 6. júní 2008 kl. 10:08 (UTC)
- Jamm, hægara sagt en gert (nema maður eigi þyrlu). Þessi mynd er nú samt ekkert augnayndi og það væri fínt að fá betri mynd við tækifæri. --Akigka 6. júní 2008 kl. 10:47 (UTC)
Wikiheimild
breytaSælir, skv. [7] er ég að skrifa fyrirlestur um íslensku wiki verkefnin.
Þú virðist öðrum fremur virkur á Wikiheimild, hvað myndiru segja (m. hliðsjón af fyrirlestrinum) að væri mikilvægast við það verkefni og hvaða skortur á opnum opinberum heimildum standa í vegi fyrir verkefninu? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. júlí 2008 kl. 23:52 (UTC)
Self presentation
breytaHi! I am a new user (or "Notandi", the first word I've learnt in Icelandic language): I'd like to contribute in Icelandic Wikipedia (and in other "Wikis" in articles about Iceland) but I don't understand your language... I've saw you've contributed to write the article "Mani Pulite", so I think you speak a bit Italian, I'm wrong? Can you help me to start? In any case, thank you very much!
(Excuse me for my imperfect English!!)
- Ciao... e benvenuto/a. Sarebbe bello se puoi contribuire agli articoli italiani sull'Islanda (c'è un portale:Islanda su it.wiki mi sembra), oppure su en.wiki dove c'è un progetto oltre al portale. In fondo è facile. Se vedi un articolo dove pensi di poter aggiungere qualcosa di bello oppure se vedi un errore da correggere, allora fallo :). Se ti posso aiutare in qualche modo, non esitare a chiedere. --Akigka 29. júlí 2008 kl. 10:12 (UTC)
Rússnesk fylki
breytaTreystirðu þér í að þýða þetta snið úr ensku? — Jóna Þórunn 10. ágúst 2008 kl. 20:32 (UTC)
- Takk kærlega :) — Jóna Þórunn 10. ágúst 2008 kl. 22:40 (UTC)
Fyrst ég er hvort eð er að velkjast með þetta borgar sig kannski að spyrja þig. Umritun úr rússnesku er ekki mitt sterkasta svið, en verður Трофи́м Дени́сович Лысе́нко að Тrоfím Dеnísоvič Lysenko? и́ og е́ valda mér dálitlum heilabrotum... — Jóna Þórunn 8. september 2008 kl. 17:12 (UTC)
- Trofím Denísovitsj Lisjenkó myndi ég segja. Skv. umritunartöflu Árnastofnunar ([8]) á að umrita ы með y, en það meikar engan sens miðað við framburð. e er umritað je eða e. og и er einfaldlega i eða í eftir samhengi. --Akigka 9. september 2008 kl. 09:27 (UTC)
- Ok, takk. Þá getur maður kannski gubbað út úr sér eins og einni ritsmíð... — Jóna Þórunn 9. september 2008 kl. 09:43 (UTC)
Translation
breytaHello, Akigka. How can I translate the words "Upper Sorbian" and "Lower Sorbian" into Icelandic language? I need this for the templates Snið:Notandi hsb-1 and Snið:Notandi dsb-1. Greetings --Tlustulimu 8. september 2008 kl. 14:43 (UTC)
- That would probably be "hásorbíska" and "lágsorbíska". --Akigka 8. september 2008 kl. 16:26 (UTC)
- Thank you for your little help. Greetings --Tlustulimu 8. september 2008 kl. 16:30 (UTC)
Geturðu nokkuð sett inn heimildir með tilvísunum í þetta efni á timarit.is? Það á að vera tengill til hliðar þar sem er beinn tengill á viðkomandi síðu. --Stalfur 10. september 2008 kl. 13:49 (UTC)
- Takk, en þú afritaðir tengilinn á hliðarvalmyndina, best er að smella á ∗ Beinn tengill á þessa síðu til að fá réttan tengil. --Stalfur 10. september 2008 kl. 14:40 (UTC)
- Man það næst. Annars er ég ekkert alltof öruggur með þessa tengla... --Akigka 10. september 2008 kl. 15:06 (UTC)
- ∗ Beinn tengill á þessa síðu ætti að virka amk næstu árin, ég forritaði það sjálfur á sínum tíma með það einmitt í huga að þó að vefnum yrði skipt upp seinna þá ætti slóðin samt að haldast. --Stalfur 11. september 2008 kl. 10:23 (UTC)
Bara að pæla af hverju þú gerðir þetta? Eru ekki svona listar hjá öðrum skólum (MR, MA..etc)? Bara að pæla =) --Baldur Blöndal 19. september 2008 kl. 13:05 (UTC)
- MR-listinn var færður í sérgrein, enda orðinn miklu lengri en greinin (og gæti hæglega innihaldið 80% allra "markverðra" Íslendinga ef út í það er farið). Vandamálið er að þessir listar vaxa greinunum sjálfum ört yfir höfuð. Svo finnst mér líka það mætti spyrja sig hvaða tilgangi þeir þjóna eiginlega. Er þetta ekki eins og skrifa grein um ljónsmerkið og hafa þar langan lista yfir þekkta einstaklinga í ljónsmerkinu? Ef þessir listar eiga að vera áfram yfirhöfuð finnst mér það ætti að takmarka þá verulega. --Akigka 19. september 2008 kl. 14:52 (UTC)
- Þetta er góður punktur sem þú minnist á. Hins vegar þá mætti velta því fyrir sér af hverju minnst er á markverða einstaklinga sem fæddust t.d. 7. janúar. Þeir þjóna þeim tilgangi að upplýsa meðal annars hvað gerðist markverk þann 7. janúar, alveg eins og "þekktir einstaklingar" svarar spurningunni "hafa einhverjir frægir verið í *einhver skóli*". Ég hins vegar get ekki svarað í fljótu bragði af hverju ekki skildi minnast á þekkt fólk sem er "meyjur", "ljóshært", "feitt". Einhver annar verður að svara því, en það eina sem ég hef að segja er að þetta eru ágætlega áhugaverðir listar, og álíka listar eru t.d. á ensku Wikipediunni. --Baldur Blöndal 19. september 2008 kl. 17:57 (UTC)
VUE
breytaHefuru góða ástæðu til ætla að VUE sé elding? ;) --Jabbi 17. október 2008 kl. 16:57 (UTC)
- hmm. Mig minnti það bara. En hugsanlega hef ég verið að misskilja eitthvað þegar ég horfði á myndina. --Akigka 17. október 2008 kl. 16:59 (UTC)
- Það má svosem vel vera. Ég man bara ekki eftir því að það hafi komið skýrt fram... --Jabbi 17. október 2008 kl. 17:04 (UTC)
Elliott 6m
breytaHello ! I made another drawing for the new 2008 design requested by ISAF : File:Elliott 6m 2008.svg. Best regards. --Barbetorte 25. maí 2009 kl. 20:53 (UTC)
Translation of a short story
breytaHi my friend!
I would like to request something from you. Yes, translation. I hope, it's not a bad thing for you. Some years ago I wrote a (really) short story about a lonely man (actually symbolized the Saami nation). I translated into some languages and I thought, it would be great to have it more, like also in Íslenksu. I made this page, the English translation is somewhere there. You can put the Íslensku translation there. Thank you again! Sorry for my disturb... -hu:User:Eino81
Translation request
breytaHi Akigka! Would you be so kind to help me translate this article into the wonderful Icelandic language? Please. 3-4 lines would be enough. Thanks a lot!--Mer De Glace 13. nóvember 2009 kl. 09:34 (UTC)
Bjór
breytaSæll Akigka og kærar þakkir fyrir þarft og vel skrifað innlegg þitt um bjór og bjórgerð. Mig langar þó til að leggja fram tvær ábendingar:
- Í nýlegri breytingu sem þú gerðir á lageröl segir að „gerjunin fer fram nálægt botni gilkersins en ekki við yfirborðið eins og við gerjun með ölgeri.“ Þarna sýnist mér að þú fallir í mjög algenga misskilningsgildru sem væntanlega er til komin af hugtökunum „botngerjaður“ og „toppgerjaður“, en þau ber ekki að taka alveg bókstaflega. Það sem gerist er að gerjunin á sér í raun stað um allan virtinn, en þegar dregur að lokum hennar (þ.e., þegar maltósastyrkur hefur minnkað, etanólstyrkur aukist og gerfrumum fjölgað nægilega mikið) tekur gerið að „flokkúlera“: Frumur klumpast saman og falla við það úr sviflausn (suspension). Flokkúlerað S. cerevisiae ger er eðlisléttara en vatn og flýtur upp að yfirborði, en S. pastorianus (og S. uvarum líka, að ég held) eru þyngri og falla til botns. Sjá til dæmis hér. (hmmm ... ég sé reyndar við nánari athugun að þetta er flókið mál og alls ekki sjálfgefið að gefin tegund „falli“ upp eða niður ... en, allavega, þetta er það sem átt er við með botn- vs. toppgerjun)
- Ég held að orðið ölger sé á íslensku venjulega notað eins og enska heitið brewer's yeast ... sumsé í víðari merkingu en bara ale yeast. Í raun hvers kyns ger sem notað er til ölgerðar. Ég myndi því stinga upp á því að færa efnið úr ölger yfir á Saccharomyces cerevisiae og gera ölger að stubbi sem vísar í Saccharomyces cerevisiae og Saccharomyces pastorianus (og jafnvel fleiri).
Takk aftur og ég vona að þú takir því ekki illa þó ég sé að skipta mér af ... kennaragenið er bara svona sterkt í mér .--Oddur Vilhelmsson 13. janúar 2010 kl. 06:28 (UTC)
- Nei, takk fyrir ábendingarnar. En ég hélt að cerevisiae flokkúleraði alveg eins og pastorianus - mín reynsla er alla vega sú að það myndar alveg sams konar botnfall eftir fjórar vikur í gerfötu :). Ég var með í huga skýringarmynd sem ég sá einhversstaðar þar sem cerevisiae er nálægt yfirborði en pastorianus um miðja lögun og meira dreift; kannski hefur það átt að vera klösun fremur en að virkni gersins væri þar meiri. Með nafngiftina var ég með í huga að í flokkun bjórs er venja að gera meginmun á ölgeri og lagergeri, en bjór er auðvitað bruggaður með alls konar geri þannig að kannski ætti ölger bara að vísa á gerjun eins og það gerir á ensku wp? Annar möguleiki væri að nota bruggger eða bjórger? Ég var einhvern tíma að reyna að troða margræða íslenska orðinu öl hérna ofaní þessa þröngu skilgreiningu á en:Ale en það er hægara sagt en gert. --Akigka 13. janúar 2010 kl. 10:19 (UTC)
- Já - ég skal svosem ekki fortaka að cerevisiae mari nær yfirborðinu við gerjunina. Það er orðið langt síðan ég gruflaði í þessum fræðum og minnið engan veginn óbrigðult. Þetta skrifaði ég í kennslubók í Matvælavinnslu fyrir Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði árið 1995 (en hef ekki skráð heimildir, því miður):
- „Það hvor gertegundin er notuð ræður miklu um bragð og aðra neyslueiginleika bjórsins, því tegundirnar framleiða mismikið af ákveðnum bragðefnum. Þannig er t.d. þrisvar sinnum meira af súlfíði (H2S) í bjóri sem er framleiddur með S. cerevisiae en þeim sem er framleiddur með S. carlsbergensis. Sýnilegasti munurinn á gertegundunum er þó hvernig þær hegða sér í lausn. Þegar líða tekur á gerjunina fara gerfrumurnar að klumpast saman og S. cerevisiae flýtur upp að yfirborði en S. carlsbergensis fellur niður að botni. Allt svokallað búröl eða lageröl (t.d. Pilsner, Dortmunder o.fl.) er gerjað með S. carlsbergensis, en flestir enskir bjórar (t.d. Old English Ale, Stout o.fl.) og ýmsar minna þekktar tegundir frá meginlandinu eins og þýskt og skandinavískt hvítöl og hinn franski Bière de Garde eru gerjaðir með S. cerevisiae.“
- Þetta hafa svo M. R. Adams og M. O. Moss um málið að segja í kennslubókinni Food Microbiology (2. útg.; 2004. The Royal Society of Chemistry. Cambridge):
- „The distinctions between the yeasts used in ale and lager brewing are slight. Traditionally, ale yeasts were regarded as top fermenters which formed a frothy yeast head on the surface of brewing beer and was skimmed off to provide yeasts for pitching (inoculating) subsequent batches, while lager yeasts were bottom fermenters which formed little surface head and were recovered from the bottom of the fermenter. Nowadays this is a less useful distinction as many ales are brewed by bottom fermentation.“
- Þetta er svosem enginn endanlegur sannleikur, enda ölgerð skemmtilega flókin og býður upp á hina margbreytilegustu möguleika, en kannski er eitthvert gagn af að skoða þetta. Það má örugglega finna fleiri útgáfur í öðrum kennslubókum. Varðandi ale og öl, þá hefur mér þótt þægilegast að kalla það fyrrnefnda enskt öl eða eitthvað slíkt og hef reynt sannfæra nemendur um að öl sé mun víðtækara orð og nái yfir hvers kyns korndrykki (á meðan bjór nær aðeins til drykkja úr möltuðu byggi) ... en auðvitað er engin fastmótuð hefð fyrir þessum merkingum í íslensku - það talar eiginlega hver með sínu nefi í þessum efnum.--Oddur Vilhelmsson 13. janúar 2010 kl. 13:54 (UTC)
- Já - ég skal svosem ekki fortaka að cerevisiae mari nær yfirborðinu við gerjunina. Það er orðið langt síðan ég gruflaði í þessum fræðum og minnið engan veginn óbrigðult. Þetta skrifaði ég í kennslubók í Matvælavinnslu fyrir Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði árið 1995 (en hef ekki skráð heimildir, því miður):
Norges gamle Love
breytaSieh mal hier: Norges gamle Love auf norrøn. Fingalo 3. ágúst 2010 kl. 10:55 (UTC)
Moi möppudýr
breytaSæll Akigka. Með einhverjum hætti hafa möppudýrsréttindi mín týnst í þeim breytingum sem nú er verið að gera. Ertu til í að kippa því í liðinn fyrir mig? Kveðja, --Mói 2. september 2010 kl. 17:40 (UTC)
- Ég ætlaði að breyta þessu snöggvast en ég get það ekki af því að ég fæ ekki betur séð en að þú sért þegar stjóirnandi/möppudýr. --Cessator 2. september 2010 kl. 17:55 (UTC)
- Sæll Cessator, ég er allavega á listanum yfir möppudýr. En það dugir skammt ef ég ætla að færa skrá. Einu aðgerðirnar sem ég fæ eru Lesa Breyta og Breytingaskrá. Eru skipanirnar Færa og Eyða einhvers staðar annars staðar eftir þessar breytingar á umhverfinu? Kveðja, --Mói 2. september 2010 kl. 18:29 (UTC)
- Eyða, Færa og Vernda eru komin í leitirnar. Ég veit ekki hvort þau voru að birtast núna eða hvort þau voru þarna allan tímann, stupid! En allt er í himnalagi eins og er! --Mói 2. september 2010 kl. 18:53 (UTC)
- Sæll Cessator, ég er allavega á listanum yfir möppudýr. En það dugir skammt ef ég ætla að færa skrá. Einu aðgerðirnar sem ég fæ eru Lesa Breyta og Breytingaskrá. Eru skipanirnar Færa og Eyða einhvers staðar annars staðar eftir þessar breytingar á umhverfinu? Kveðja, --Mói 2. september 2010 kl. 18:29 (UTC)
KamikazeBot
breytaHi! Thank you for information. I know that I have a small chance, becouse my multifunctional bot it is only in plWikipedia and plWikisource, but I was writed request. Best regards,Karol007 15. september 2010 kl. 13:07 (UTC)
Please unblock my bot
breytaHello!
In May this year my bot, MagnusA.Bot was blocked together with many other bots by Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason. I asked him/her on his talk page to unblock it as I haven't used the bot since January and will not do in the future. I have seen that he/she has unblocked several other bots when asked to do so.
But he/she seems to have been inactive since some days before my asking (except for one single edit in October) so I have to ask someone else. I have disabled my bot from iswiki so it won't be any problem for you anymore. But it looks bad for me to have my bot blocked at a wiki. Best regards from sv.wikipedia --MagnusA 25. október 2010 kl. 13:59 (UTC)
- Hello. Your bot is now unblocked. --Akigka 25. október 2010 kl. 14:07 (UTC)
- Thank you very much! :-) --MagnusA 25. október 2010 kl. 14:10 (UTC)
Hi, i got out my bot of iswiki, then you can unblock my bot, Thanks Mjbmr Talk
5. nóvember 2010 kl. 09:10 (UTC)
Hello! I have the same problem with my bot (it was blocked because of mistake). There is no is-wiki in my configuration file for a long time. When they see blocking in is-wiki, they think, that I did something bad:). Could you, please, unblock it? Thank you! Dinamik 8. nóvember 2010 kl. 07:04 (UTC)
Tónaútgáfan og SG hljómplötur
breytaSæll. Getur þú hjálpað mér? Ég var að reyna að hlaða inn mynd en ekkert gekk og las þá leiðneiningar í tíunda sinn og skildi þær þannig að ég yrði að skrá mig inn í commons til að geta hlaðið inn mynd. Gerði það og nú er ég ekki ég heldur annar. Getur þú tekið aftur þessa vitleysu hjá mér svo ég verði aftur kfk og sagt mér í leiðinni af hverju ég get ekki hlaðið inn mynd eins og ég hef gert hundrað sinnum áður? Takk fyrir - Kfk-kfk 25. janúar 2011 kl. 22:06 (UTC)
- Sæll. Til að verða aftur Kfk þá smellirðu bara á 'Útskrá' í hægra horninu efst og skráir þig aftur sem Kfk. Þú getur ekki sett plötuhulstur inn á commons. Þeir samþykkja aðeins efni sem komið er úr höfundarétti eða með frjálsu afnotaleyfi en plötuhulstur, bókarkápur o.s.frv. er höfundaréttarvarið efni og sett hér inn sem "sanngjörn notkun" sem hluti af stærri umfjöllun eða kynningu á verkinu sem um ræðir (það leyfir commons ekki). Ég hef nú ekki mikla reynslu af þessu því ég set nánast aldrei inn myndir en ég sé ekki betur en þetta virki alveg eins og það á að gera: þ.e. þú smellir á 'Hlaða inn skrá', velur síðan tengilinn 'veggspjald eða bókarkápa' og þar neðst færðu formið til að hlaða inn skrá. Ég sé ekki betur en þetta virki allt eins og það á að gera. --Akigka 25. janúar 2011 kl. 22:21 (UTC)
Sæll. Vonandi gengur þetta. Takk fyrir. -Kristján Frímann Kristjánsson 25. janúar 2011 kl. 23:22 (UTC)
Vefur Karlottu 2: Ævintýri Wilburs
breytaHi, can you please correct the following iw on this page? mk:Пајажината на Шарлота 2: Големата авантура на Вилбур. I'm aware of the Icelandic Wikipedia's bot policy, so this should be corrected manually (it's semiprotected so I can't edit). 108.208.168.221 20. september 2011 kl. 21:29 (UTC)
Umsóknir um vélmennaréttindi færðar á Wikipedia:Vélmenni
breytaAllar umsóknir um vélmennaréttindi á spjallsíðu þinni hafa verið fluttar á Wikipedia:Vélmenni, vonandi er það í lagi þín vegna.--Snaevar 17. desember 2011 kl. 12:31 (UTC)
Bæta tungumálatengli á flokka sem þú stofnar
breytaÉg vill biðja þig um að setja allavega einn tungumálatengil á þá flokka sem þú stofnar.--Snaevar 17. desember 2011 kl. 12:31 (UTC)
Árni Johnsen
breytaHæ, Af hverju voru breytingum mínum á greininni um Árna Johnsen eytt? -Ice-72 (spjall) 8. nóvember 2012 kl. 12:22 (UTC)
- Af því að "glæpamaður" er ekki eitthvað sem þarf að hafa í kynningu á viðkomandi nema það sé það eina sem hann er þekktur fyrir. Það er ekki starfsheiti eða eitthvað sem skilgreinir markverðugleika viðkomandi. Umfjöllun um brot Árna koma vel fram í greininni, meðal annars í inngangi. Svo er ekki úr vegi að hafa í huga að æviágrip lifandi fólks á helst að skrifa af nærgætni. --Akigka (spjall) 8. nóvember 2012 kl. 19:03 (UTC)
- En af hverju er þá sagt rithöfundur, blaðamaður og þingmaður? Þetta eru þrír hlutir sem hann er þekktur fyrir, lagabrot sín eru víst það fjórða. Ef að verið er að skrifa um lögreglumann sem framdi síðar morð, er hann ekki fyrrum lögreglumaður og morðingi? -Ice-72 (spjall) 8. nóvember 2012 kl. 19:12 (UTC)
- Þetta sem þú nefnir eru allt starfsheiti sem skýra nægilega vel af hverju hann er svo markverður að hann verðskuldi grein á wp. Vissulega, ef viðkomandi lögreglumaður væri ekki þekktur fyrir neitt annað, eða ef hann væri þekktastur fyrir að hafa framið morð þá gæti slík einkunn átt rétt á sér. Samt þætti mér það vafasamt. Oft er það orðað þannig "X er írskur prestur sem er þekktastur fyrir að hafa Y". Það er raunar eitt dæmi um þetta sem þú nefnir hér á wp. Í greininni Lalli Johns er hann kynntur sem "smáglæpamaður", en á það ber þá líka að líta að hann er ekki þekktur fyrir neitt annað sem gæti skýrt markverðugleika hans. --Akigka (spjall) 8. nóvember 2012 kl. 20:59 (UTC)
Sigurður Ólafsson
breytaSæll. Var að klára grein um Sigurð Ólafsson söngvara. - Kristján Frímann Kristjánsson (spjall) 3. janúar 2013 kl. 20:16 (UTC)
Hi, sorry for writing in English. I'm writing to ask you, as a bureaucrat of this wiki, to translate and review the notification that will be sent to all users, also on this wiki, who will be forced to change their user name on May 27 and will probably need your help with renames. You may also want to help with the pages m:Rename practices and m:Global rename policy. Thank you, Nemo 3. maí 2013 kl. 13:32 (UTC)
Hlöðustjarna fyrir þig!
breytaHlöðustjarna höfundarins | |
Fyrir greinar þínir um Ítalíu og sögu landsins. Svavar Kjarrval (spjall) 30. maí 2013 kl. 23:12 (UTC) |
- Takk :) --Akigka (spjall) 30. maí 2013 kl. 23:47 (UTC)
Varðandi wikiheimildir
breytaSá inn á wikiheimildum að þú ert möppudýr þar svo ég ákvað að spurja þig. Einhverrahluta vegna virðist „glóbal“ aðgangur minn ekki virka þar. Veist þú kvað getur valdið því? Ég fæ meldingu um að lykilorðið mitt sé rangt, en almennt skráist ég inn sjálfkrafa á öll wiki þar sem ég er með glóbal aðgang og samkvæmt listanum yfir þau wiki þá er wikiheimildir eitt af þeim. En það virkar ekki þarna sem og lykilorðinu mínu hafnað. Bragi H (spjall) 19. nóvember 2013 kl. 17:17 (UTC)
- Skil þetta ekki. Sé að notandanafnið þitt er skráð sem glóbalt notandanafn bæði þar og hér. Þú ættir ekki einu sinni að þurfa að skrá þig inn... ættir bara að vera sjálfkrafa innskráður ef þú ert skráður inn hér. Er þetta ennþá svona?--Akigka (spjall) 19. nóvember 2013 kl. 22:13 (UTC)
- Já núna er þetta orðið svona alsstaðar nema þar sem ég skráist sjálfkrafa inn. Öll innlend sem erlend wiki. Get heldur ekki breytt lykilorðinu því ég fæ þá meldingu að það gamla sé vitlaust innslegið hjá mér, en ég skráist samt inn með því hér. Skil þetta ekki, en grunar að þetta geti tengst því þegar verið var að breyta öllum notendum glóbal ekki alls fyrir löngu, verst er að ég veit ekki hvar ég get fundið síðu til að laga þetta svo ég þurfi ekki að stofna nýjan notenda, það væri verra og þurfa að byrja frá núlli aftur. Bragi H (spjall) 20. nóvember 2013 kl. 09:13 (UTC)
- Nú verða einhverjir mér fróðari að svara því hvað hægt er að gera í svona tilvikum. --Akigka (spjall) 20. nóvember 2013 kl. 09:32 (UTC)
- Ég held að ég sé búin að laga þetta. Bað um endurnýjun á lykilorði, fékk tímabundið lykilorð og breytti því svo aftur í gamla lykilorðið. Þá virðist það virka alsstaðar. Bragi H (spjall) 20. nóvember 2013 kl. 09:35 (UTC)
- Nú verða einhverjir mér fróðari að svara því hvað hægt er að gera í svona tilvikum. --Akigka (spjall) 20. nóvember 2013 kl. 09:32 (UTC)
- Já núna er þetta orðið svona alsstaðar nema þar sem ég skráist sjálfkrafa inn. Öll innlend sem erlend wiki. Get heldur ekki breytt lykilorðinu því ég fæ þá meldingu að það gamla sé vitlaust innslegið hjá mér, en ég skráist samt inn með því hér. Skil þetta ekki, en grunar að þetta geti tengst því þegar verið var að breyta öllum notendum glóbal ekki alls fyrir löngu, verst er að ég veit ekki hvar ég get fundið síðu til að laga þetta svo ég þurfi ekki að stofna nýjan notenda, það væri verra og þurfa að byrja frá núlli aftur. Bragi H (spjall) 20. nóvember 2013 kl. 09:13 (UTC)
Kosningasnið
breytaEr hægt að búa til kosningasnið, sem gæti þá átt við Alþingis og sveitastjórnarkosningar? -Ice-72 (spjall) 26. nóvember 2013 kl. 18:50 (UTC)
- Já, það er hægt. Hvernig sérðu það fyrir þér? --Akigka (spjall) 27. nóvember 2013 kl. 11:38 (UTC)