Michael Carrick
Michael Adrian Carrick (fæddur 28. júlí 1981 í Wallsend á Englandi) er breskur fyrrum knattspyrnumaður og knattspyrnuþjálfari. Hann er núverandi stjóri Middlesbrough FC.
Carrick spilaði sem sem miðjumaður með Manchester United. Hann þjálfaði aðallið United til bráðabirgða þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Carrick var hluti af þjálfarateymi liðsins síðan 2018. Hann stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari þann 2. desember 2021, þegar Manchester United vann Arsenal 3-2[1]. Þjóðverjinn Ralf Rangnick tók við liðinu sem þjálfari liðsins.
Carrick hætti þá í þjálfarateyminu.
Ferill
breytaCarrick hóf ferilinn í neðri deildunum og byrjaði hjá smáliði sem heitir Wallsend Boys Club. Hann er frá Tyne and Wear og studdi Newcastle United sem barn. Þar var hann þangað til hann skrifaði undir atvinnumannasamning við West Ham United árið 1998 ásamt Joe Cole. Hann var lykilmaður í skólaliði West Ham en liðið vann hinn eftirsótta FA Youth Cup-bikar ári seinna.
Carrick lék sinn fyrsta leik í byrjun tímabilsins 1990-2000. Hann varð síðan fljótt fastamaður í liði West Ham og lék seinna meir stórt hlutverk í liði þess. Carrick komst í U-21-lið Englands og var í hópnum sem fór á Evrópumótið í Slóvakíu árið 2000. Tímabilið 2002-03 átti hann við meiðsli að stríða en var stöku sinnum inni á vellinum. Þá átti hann fína leiki í efstu deild, en liðið féll í 1. fyrstu deild eftir tímabilið. Þá var talið að Carrick yrði látinn fara eins og menn á borð við Freddie Kanoute, Jermaine Defoe og Joe Cole, en hann ákvað að leika áfram með liðinu. Það varði þó bara eitt tímabil því sumarið 2004 var hann seldur til Tottenham fyrir tæpar 3 milljónir punda. Hann var einn af fastamönnum í landsliði Englands og var meðal annars valinn í heimsmeistaramótshópinn árið 2006.
Á meðan á Heimsmeistaramótinu stóð staðfesti Tottenham að Manchester United hefði gert tilboð í Carrick, upp á 11 milljónir punda sem var hafnað umsvifalaust. Liðið vildi að minnsta kosti helmingi hærri upphæð. Eftir það var talið að minnsta kosti tveim öðrum tilboðum hefði verið hafnað, og var einnig talið að Ferguson væri hættur að eltast við hann. En Ferguson var ákveðinn í að ná í hann, enda hafði hann ekki enn fengið neinn til viðbótar við leikmannahóp sinn og eftir HM, þann 31. júlí barst mörgum að óvörum tilkynning frá Tottenham að félögin tvö hefðu komist að samkomulagi um kaup Manchester á Michael Carrick.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Mikilvægur sigur United í stórleiknum - Vísir“. visir.is. Sótt 3. desember 2021.