Meltingarkerfið

(Endurbeint frá Meltingarkerfi)

Meltingarkerfið er samansafn af líffærum sem gegna því hlutverki að brjóta niður mat til að taka upp næringarefnin sem í honum eru. Líkaminn notar síðan þessi næringarefni sem orkugjafa sem gerir öllum kerfum líkamans kleift að starfa eðlilega. Þegar matur er innbyrður tekur það hann allt að 20-35 klukkustundir að ferðast í gegnum allt meltingarkerfið. Hægt er að skipta meltingarfærunum niður í tvo flokka, meltingarvegurinn og einnig önnur líffæri sem liggja utan meltingarvegarins. Líffæri meltingarvegarins eru munnur, kok, vélinda, magi, smáþarmar og ristill. Líffærin utan meltingarvegarins eru tennur, tunga, munnvatnskirtlar, lifur, gallblaðra og bris (Jón Gunnar Þorsteinsson, 2011). Öll líffæri meltingarkerfisins gegna mikilvægu hlutverki í meltingu matar, hvort hlutverk þeirra sé að brjóta niður matinn, taka næringarefnin úr honum eða losa sig við úrganginn sem honum fylgir. Virkni meltingarvegarins er fæðuinntaka -> seyting -> blöndun og færsla -> melting -> frásogun -> losun (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2002d).

MunnvatnskirtlarVangakirtillKjálkabarðskirtillTungudalskirtillKokTungaVélindaBrisBrispípaMagiDausgörnEndaþarmsopEndaþarmurBotnlangiBotnristillFallristillRisristillÞverristillRistillGallrásSkeifugörnGallblaðraLifurMunnhol
Skýringarmynd af meltingarveg mannsins

Hlutar

breyta

Munnurinn

breyta

Munnurinn er fyrsta skref meltingarinnar og gegnir hann því hlutverki að tyggja matinn. Í raun er samt meltinginn byrjuð áður en maturinn fer í munninn. Lyktin af matnum, kemur af stað munnvatninu sem sem síðan eykst þegar maturinn er kominn í munninn og byrjað er að finna bragðið af honum. Þegar maturinn er loks kominn í munninn er hann þar með brotinn niður í smærri bita og byrjar munnvatnið að melta matinn. Í munnvatninu er ákveðið ensím sem kallast Amýlasi, e. Amylase. Þetta ensím brýtur niður ákveðnar sterkjur niður í minni sykrur, maltósa og dextrín, sem gerir það að verkum að líkaminn geti notað þessi næringarefni (Minesh Khatri, MD, 2020).

Kokið er fremsti hlutinn af hálsinum, staðsettur fyrir framan hryggjarlið. Það inniheldur koki og barkakýli. Kokið gegnir því hlutverki að tengja saman vélinda og maga, til að koma í veg fyrir því að matur og drykkur fari í lungun (Merriam-Webster, 2021).

Vélinda

breyta

Vélindað gegnir því hlutverki í meltingarkerfinu að skila fæðu frá munni til maga. Vélindað er staðsett fyrir aftan barkann og tengir það kok við maga. Við kyngingu lyftist barkakýlið sem veldur því að efri hringvöðvinn opnast og meltan fer niður í vélindað. Það eru slímkirtlar sem smyrja vélindað svo fæðan komist hindrunar lítið áfram til magans (Minesh Khatri, MD, 2020).

Maginn

breyta

Hlutverk magans eru skipt í fjóra hluta en í fyrsta hlutverki maganas tekur hann við matnum úr vélindanu eftir það er maturinn að blandast í fæðusafa og malast í mauk, Þetta er það sem gerist fyrst í meltingu. Í öðru hlutverki þá er drepið örverur sem gætu komið með mat í líkamann. Saltsýran í magasafanum er gríðalega sterk og drepur mest af öllum örverum. Í þriðja hlutverki magans þá byrjar efnamelting prótína í maga, meltingarensím sem eru í magasafa sjá um það að klífa prótínkeðjur í litla parta. Í magasafanum er ensím en það brýtur niður fitusameindir. Fjórða hlutverk er að flytja fæðuna í eðlilegum stærðum í skeifugörn en það er efsti parturinn af smáþörmunum (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2002a).

Smáþarmar

breyta

Smáþarmarnir taka við fæðunni úr maga sem nú er orðið mauk. Þegar fæðan er kominn niður í smáþarmana taka þeir upp þau næringarefni sem við fáum úr meltingu matarins. Smáþarmarnir eru allt að 6 metra langir og fer allt að 90% af meltingunni þar fram. Smáþarmarnir taka upp öll lífrænu næringarefnin og eitthvað af þeim ólífrænu. Þessi upptök næringarefna og vítamína eru þannig að þau eru brotinn niður í það litlar agnir að þau nái að komast inn í innri veggi smáþarmanna og þ.a.l. komast inn í blóðrásarkerfið (Amber J. Tresca, 2020; Inga Rósa Ragnarsdóttir, 2014).

Ristill

breyta

Ristilinn er mikilvægur í því hvernig líkaminn vinnur úr fæðu sem við setjum ofan í okkur. Ef ristillinn er ekki að virka eins og hann á að vera þá getur maður upplifað hægðatregðu, niðurgang og einhverja verki. Ristillinn fjarlægir vatn og næringarefni úr fæðu. Efnið sem verður eftir, sem kallast hægðir fer í gegnum ristilinn og er síðan geymdur í endaþarminum. Ristilkrabbamein er oft auðvelt að eiga við ef það er fundið áður en það hefur breytt sér út (National cancer institute, e.d.; American society of colon & rectal surgeons, e.d.).

Endaþarmur

breyta

Endaþarmurinn tekur við hægðum frá ristlinum. Í heildina fara 9 lítrar af vökva í gegnum meltingarveginn daglega. Af þessum 9 lítrum eru 2 af þeim drukknir og 7 af þeim seytt. Smágirnið dregur upp 8 lítra af því en digurgirnið restina. Það eru u.þ.b. 100ml af vökva sem tapast með saur. Saur inniheldur allt að 50% af fæðu orkunni við inntöku. En fæðuorkan er alls ekki í sama formi heldur er mikið af bakteríum og er breytileikinn mikill á milli þarmaflóru manna. Þegar endaþarmur er orðinn fullur sendir líkaminn skilaboð til heilans sem síðan ákveður hvort það sé staður og stund fyrir það að losa hægðirnar. Ef hægt er að losa hægðirnar, þá slakar líkaminn á hringvöðvanum og endaþarmurinn dregst saman og losar þannig hægðirnar. Ef ekki er hægt að losa hægðirnar, þá lokast hringvöðvarnir og rýmist endaþarmurinn þannig að tilfinningin til að losa hægðirnar hverfur tímabundið. Þá slakar innri endaþarmslukkan á og ýtir þannig hægðum frá endaþarmi í endaþarmsop. Endaþarmsopið er opið sem er yst í meltingarveginum og er það þar sem hægðir fara fram og þ.a.l lokaskrefið í meltingarkerfinu (Minesh Khatri, MD, 2020).

Einnig eru fleiri líffæri sem tengjast meltingarkerfinu á einn eða annan hátt. Þessi líffæri eru tennur, tunga, munnvatnskirtlar, lifur, gallblaðra og bris.

Tennur

breyta

Tennur eru byggðar upp á fjórum vefjum en það eru tannbein, tannlím, ysti vefur og innsti vefur. Það er mismunandi hvaða stærð glerungurinn er hann fer sem stærstur í 2,5 mm. Glerungurinn er ysti vefur og er hann sterkasti partur af líkamanum. 96% af glerungnum er ólífræn steinefni en restin af honum eru lífræn efni og einnig vatn. Hlutverkið hjá glerungnum er að koma í veg fyrir að eitthvað gerist fyrir tennur. Tannbeinið er í raun ekki bein en það er mjúkt efni. Grunnefni úr kollageni og bandvefur úr steinefnum er aðalefnið í tannbeinum en það verður skemmdur mun fyrr en glerungur, tannbeinið skemmist fyrr vegna mýkri vefs. Tannlím sem er þriðji vefurinn og hlutverk þess er að þekja tannrótina og festa liðbönd hennar. Tannkvika er síðan innsti vefur, tannkvika er gerð úr mjúkum bandvef en í honum eru taugar og æðar (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2010f).

Tunga samanstendur aðallega úr vöðvum og er hún þakin slímhúð. Það eru litlir hnútar í vefjum sem kallast papillur sem hylja yfirborð tungunnar. �� milli papillunum eru bragðlaukarnir sem gefa okkur bragðskyn. Tungan hjálpar okkur einnig að færa matinn okkar til svo við tyggjum betur og kyngjum. Tungan er einnig mjög mikilvæg fyrir talið okkar (David C. Dugdale, 2020).

Munnvatnskirtlar

breyta

Munnvatnskirtlarnir seyta munnvatni þegar fundin er lykt af mat eða matur bragðaður. Þetta munnvatn leysir upp fæðuna sem gerir okkur kleift að finna bragð af matnum en einnig bleytir það í matnum. Í munnvatninu er einnig slím og er það til að gera okkur auðveldara fyrir að kyngja fæðunni. Þessi seyting heldur áfram eftir að einstaklingur er búinn að borða, til þess að koma jafnvægi á sýrustigið í munninum en einnig til þess að skola munnholið. Einnig er ensímið amýlasi í munnvatninu sem brýtur niður sterkjur í minni sykrur, maltósa og dextrín, sem gerir það að verkum að líkaminn geti notað þessi næringarefni (Minesh Khatri, MD, 2020; Þuríður Þorbjarnardóttir, 2002b).

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og einnig er hann aðal efnaverksmiðja líkamans. Lifrin getur vegið allt að 1,4 kg í meðalmanni. Hlutverk lifursins þegar það kemur að meltingu eru margar. En aðallega eru hlutverk þeirra tengt efnaskiptum. Eitt af hlutverkum lifursins eru sykruefnaskiptin, þ.e. að viðhalda eðlilegum blóðsykursmagni. Það er gert með því að breyta glúkósa í glýkógen þegar blóðsykurinn verður hár. Síðan öfugt ferli þegar blóðsykurinn verður lágur, þ.e. Brjóta glýkógen niður í glúkósa. Einnig getur hún breytt amínósýrum í mjólkursýrur.

Einnig eru nokkur af helstu hlutverkum lifursins fituefnaskipting, prótínefnaskipti, fjarlæging lyfja og hormóna, gallþveiti, myndun gallsalta, geymsla, frumuát og virkjun D-vítamíns (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2002c).

Gallblaðra

breyta

Hlutverk gallblöðrunnar er að geyma gallsölt sem eru mikilvægar fyrir meltinguna. Gallið er framleitt í lifrinni og inniheldur það gallsölt sem er mikilvægt fyrir meltingu á fitu. Þessi gallsölt blandast svo í fæðuna í skeifugörninni. Þar leysa þau upp fituna sem fer síðan út í blóðið. Þegar þessu er af lokið þá enda gallsöltin hringrás sína með því að frásogast neðst í görninni og fara aftur þar sem þau byrjuðu, þ.e.a.s. í lifrina. Þar eru þau endurnýtt svo að þessi hringrás geti endurtekið sig. Þessi gallsölt koma til sögu eftir um 3-5 klukkustundir eða þegar fæðan er búin að meltast og komin niður í lifrina (Bjarni Þjóðleifsson, 2000).

Brisið er kirtill sem er bæði innkirtill og útkirtill. Útkirtilshlutinn eru brisblöður sem framleiða brissafa og seyta þær honum í brisgöngin sem síðan koma þeim safa á endastöðina sem er skeifugörnin. Þessi brissafi er að mestum hluta einungis vatn en einnig inniheldur hann natríumbíkarbónat og meltingarensím. Þetta natríumbíkarbónat gegnir því mikilvæga hlutverki að gera safann basískari þannig að þegar hann blandast súra magasafanum í skeifugörninni þá verður magasafa ensímið pepsín óvirkt. Þrátt fyrir það verður sýrustigið starfshæft fyrir hin meltingarensímin sem finnast í skeifugörninni. Ef briskirtillinn er ekki að starfa eins og hann gerir venjulega geta komið upp ýmsir kvillar en það fer eftir því hvaða starfsemi getur ekki starfað eðlilega. Briskirtillinn er einnig innkirtill en það er sá partur sem sér um sykurstjórnun, briseyjar er einnig hægt að finna í briskirtli en það eru smáir frumuklasar. Innkirtlakerfið er það sem er líklegast að komi eitthvað fyrir en önnur einkenni er eins og ef þú ferð í megrun og ert með mikla matarlyst er einnig einkenni. Briskirtillinn er gríðarlega mikilvægur fyrir líkamann, ef sjúklingur fær krabbameini í brisi þarf stundum að fjarlægja það (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2006e).

Heimildir

breyta