Móðir
Kvenkyns foreldri
Móðir er kona sem hefur alið upp barn, fætt barn eða gefið eggið sem þróaðist í barn. Orðið getur líka verið notað um dýr. Nákvæmlega skýringu á orðinu er erfitt að finna, því hlutverkið móðir er mismunandi eftir ástæðum og menningum. Í óformlegu tali er átt við móður sem mamma.
Hlutverkið hefur breyst með tíma og tilkoma nýrrar tækni, til dæmis er staðgöngumóðir kona sem ber fósturvísi sem er frá eggfrumu annarrar konu. Staðgöngumóðir er þess vegna ekki kynmóðir barnsins þó að það hafi vaxið í kviði hennar. Hlutverkið er líka samfélagslegt, til dæmis er kjörmóðir móðir sem hefur ættleitt barn sem hún fæddi ekki sjálf og alið það upp. Stjúpmóðir er kona sem er ekki erfðafræðilega skyld föður barns
Samsvarandi karlkynshlutverkið er faðir.