Kolkata
Kolkata (áður Kalkútta) (á indversku কলকাতা) er borg á Indlandi og höfuðborg Vestur-Bengal á Austur-Indlandi. Á stórborgarsvæði Kalkútta búa um 14 milljónir manna (2011) og er það 14. stærsta stórborgarsvæði heims.
Kolkata var höfuðborg Indlands fram til ársins 1911. Borgin var eitt sinn miðstöð menntunar, iðnaðar og vísinda, menningar og stjórnmála en frá 1954 hafa ofbeldisfull átök verið tíð í Kolkata. Fátækt og mengun eru mikil í borginni en á 1. áratug 21. aldar hafa orðið efnahagsframfarir og hagvöxtur í Kolkata.