H. P. Lovecraft
Bandarískur rithöfundur (1890–1937)
Howard Pillips Lovecraft (20. ágúst 1890 – 15. mars 1937) var bandarískur rithöfundur. Lovecraft er þekktur fyrir hryllingssögur sínar sem gerast margar í goðsagnaheimi sem kenndur er við Cthulhu, goðsagnaveru sem gegnir lykilhlutverki í sögum Lovecrafts. Sögur Lovecrafts gerast í skáldaðri útgáfu af Nýja Englandi, en hann fæddist í Providence á Rhode Island og bjó þar stóran hluta ævi sinnar.
