Guðmundur Steingrímsson

Guðmundur Steingrímsson (fæddur 28. október 1972) er fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar og fyrrum alþingismaður Suðvesturkjördæmis. Guðmundur hafði áður verið kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2009. Þá var hann varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2007-2009

Guðmundur Steingrímsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2009 2011  Norðvestur  Framsóknarfl.
2011 2012  Norðvestur  utan þingflokka
2012 2016  Suðvestur  Björt framtíð
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. október 1972 (1972-10-28) (52 ára)
Reykjavík
MakiAlexía Björg Jóhannesdóttir
Börn2
Vefsíðahttp://gummisteingrims.blog.is/
Æviágrip á vef Alþingis

Guðmundur stofnaði Bjarta framtíð ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur og fleirum úr Besta flokknum í upphafi árs 2012. Í kosningunum 2013 fékk Björt framtíð 8,2% atkvæða og 6 þingmenn kjörna. Guðmundur var áður blaðamaður og stjórnandi Kvöldþáttarins sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Guðmundur er einnig tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Ske. Guðmundur hefur starfað sem blaðamaður og er höfundur bókarinnar Áhrif mín á mannkynssöguna, sem kom út árið 2003. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins og Eddu Guðmundsdóttur myndlistarkonu.

Guðmundur útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1992 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar, nemendafélags MR, 1990-1991[1].

Guðmundur er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem Gummi frændi í þáttunum Sjáumst með Silvíu Nótt.

Þann 22. ágúst 2011 bárust fregnir af því að Guðmundur ætlaði að segja sig úr Framsóknarflokknum vegna djúpstæðs ágreinings um stefnu og hugmyndir. Hann sagðist vilja stofna nýjan flokk. Tilkynnt var 6. janúar 2012 að nýtt stjórnmálaafl Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins hefði hlotið nafnið Björt framtíð. Nafnið var fengið úr nafnasamkeppni og sendu tæplega 2000 manns inn tillögur.

Guðmundur var fyrst um sinn formaður Bjartrar framtíðar en með fylgistapi í könnunum var ákveðið að Óttarr Proppé tæki við formannsembættinu. Guðmundur ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningum 2016[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
  2. Guðmundur hættir á þingi Rúv, skoðað 16. september 2016.


Fyrirrennari:
Auðunn Atlason
Forseti Framtíðarinnar
(19901991)
Eftirmaður:
Daníel Freyr Jónsson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.