Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Sigluneshlíða.


Flóki Vilgerðarson nam þar land og gaf Íslandi nafn sitt eftir að hafa klifið þar fjall (hugsanlega Lónfell - 752 m) og séð fjörð (hugsanlega Arnarfjörð) fullan af hafís.
