Argir
Argir er þéttbýlisstaður á Straumey í Færeyjum, sunnan við Þórshöfn. Argir sameinaðist Þórshöfn árið 1997 en Sandá skilur byggðirnar að. Íbúar árið 2015 voru 2006 manns. Sjávarsafn Færeyja er meðal annars þar (Føroya Sjósavn). Íþróttafélög eru fótboltafélagið Argja Bóltfelag (AB) og róðrarfélagið Argja Róðrarfelag. Argir er líklega skylt írska orðinu airge sem þýðir sumarbithagi.