Paolo Di Canio

ítalskur knattspyrnumaður

Paolo Di Canio er ítalskur fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari, fæddur 9 Júlí 1968 í Róm á Ítalíu.

Paolo Di Canio árið 2010

Di Canio hóf feril sinn í ítölsku Serie A deildinni hjá Lazio árið 1985 og var samningbundinn þeim fram til 1990. Hann fór á láni til Ternana í eitt ár tímabilið 1986-1987. Di Canio spilaði 587 leiki á ferlinum sem leikmaður og skorða 124 mörk. Hann spilaði fyrir U21 landslið Ítalíu þegar hann var 21 til 23 ára eða frá 1988 til 1990 og fyrir B landslið Ítalíu árið 1989. Ferill hans sem leikmaður náði frá árinu 1985 til ársins 2008 þegar Di Canio var 40 ára. Paolo Di Canio lék í fjögur ár með West Ham og spilaði 118 leiki og skoraði 47 mörk fyrir liðið. Tíminn hjá West Ham telst vera hápunktur ferils hans, þó Di Canio hafi spilað með stórliðum eins og Juventus, AC Milan o.fl.. Síðasta félagið sem Di Canio spilaði fyrir var Cisco Roma á arunum 2006-2008 en Cisco Roma var þá í Seriu C2.[1]

Stjórnmálaskoðanir

breyta

Paolo Di Canio hefur vakið athygli utan vallar fyrir umdeildar stjórnmálaskoðanir og fyrir aðdáun á fasisma. Hann sagði eitt sinn „Ég er fasisti ekki rasisti.“

Í leik Roma og Lazio árið 2005 heilsaði Di Canio áhangendum Lazio með útréttri hægri hendi, sem er kveðja sem rómverskir hermenn köstuðu hver á annan, en varð alræmd eftir uppgang fasisma og nasisma í Evrópu.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Paolo Di Canio - Career stats“. www.transfermarkt.com (enska). Sótt 2. desember 2024.
  2. Association, Press (1. apríl 2013). „Paolo Di Canio told to clarify political beliefs after Sunderland appointment“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 2. desember 2024.