Luka Dončić er slóvenskur körfuboltamaður sem spilar fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni og slóvenska landsliðinu. Doncic hóf ferilinn með Union Olimpija í heimalandinu en fór snemma til Real Madrid þar sem hann hlaut sæti í byrjunarliðinu aðeins 16 ára. Árið 2018 vann hann EuroLeague með liðinu.

Upplýsingar
Fullt nafn Luka Dončić
Fæðingardagur 28. febrúar 1999
Fæðingarstaður    Ljubljana, Slóvenía
Hæð 201 cm.
Þyngd 104 kg.
Leikstaða lítill framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Dallas Mavericks
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2015-2018
2018-
Real Madrid
Dallas Mavericks
Landsliðsferill
Ár Lið Leikir
2016- Slóvenía

1 Meistaraflokksferill.

Sama ár hélt hann til Dallas Mavericks og á 2018–19 tímabilinu var hann valinn nýliði ársins og komst í stjörnulið NBA. Dončić á ýmis met nýliða NBA eins og flestar þrefaldar tvennur og hefur náð í 8. sæti yfir flestar slíkar í deildinni. Árið 2022 varð hann fyrsti leikmaður NBA til að ná 60 stigum og yfir 20 fráköstum í leik þegar hann náði þrefaldri tvennu gegn Knicks. Hann sló einnig stigamet Mavericks. 2024 varð hann fjórði leikmaðurinn til að ná yfir 73 stigum í leik. Sama ár leiddi hann Mavericks til sigurs í vesturdeildinni og var valinn MVP, besti leikmaðurinn.

17 ára hóf Doncic að spila fyrir slóvenska landsliðið og vann EuroBasket titilinn 2017. Saša Dončić, faðir Luka, er körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður.

Heimild

breyta